Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 517/2013

Nr. 517/2013 3. júní 2013
REGLUGERÐ
um brottfall reglugerðar nr. 311/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis.

1. gr.

Reglugerð nr. 311/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis, er felld úr gildi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar­innar (ESB) nr. 1114/2011 frá 4. nóvember 2011 um niðurfellingu á reglugerð nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. júní 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.

B deild - Útgáfud.: 5. júní 2013