Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 139/2014

Nr. 139/2014 22. janúar 2014
REGLUR
um breytingu á reglum um meistaranám við Háskóla Íslands í talmeinafræði nr. 972/2009.

1. gr.

2. málsliður 1. mgr. 4. gr. orðast svo: Stjórnin er skipuð sex fulltrúum samkvæmt til­nefn­ingum íslensku- og menningardeildar, menntavísindasviðs, sálfræðideildar og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, einum föstum kennara greinarinnar og fulltrúa úr lækna­deild sem rektor tilnefnir og er hann formaður námsstjórnar.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:

 1. a-liður 1. mgr. orðast svo: Hafa lokið BA, B.Ed. eða BS-prófi með að jafnaði 1. einkunn.
 2. Undir b-lið 1. mgr. orðast ákvæði I. töluliðar svo:

  Málfræði (íslenska/almenn málvísindi) 40 einingar

  1. Málkerfið – hljóð og orð ÍSL209G (10e)
  2. Setningar og samhengi ÍSL321G (10e)
  3. Tal- og málmein AMV307M (10e)
  4. Máltaka barna ÍSL507M (10e)

3. gr.

10. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:

Meistaraverkefni og kröfur til umsjónarkennara og leiðbeinanda.

Sérhver meistaranemi skal frá upphafi náms hafa umsjónarkennara úr hópi fastra aka­demískra starfsmanna Háskóla Íslands sem hann ráðfærir sig við um rannsóknar­verkefni og annað sem tengist náminu. Umsjónarkennari ásamt nemanda leggur fram áætlun um rannsóknarverkefni sem stjórn námsins samþykkir. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Nemanda er heimilt að hafa utanaðkomandi leiðbeinanda enda uppfylli hann kröfur þessara reglna. Ef umsjónarkennari og leiðbeinandi eru ekki sami maðurinn, þá hefur umsjónarkennari umsjón með verkefninu og er ábyrgur fyrir því að það sé í samræmi við kröfur læknadeildar, en leiðbeinandi sér um að leiðbeina nemanda í rannsóknarverkefni. Ef leiðbeinandi kemur ekki úr áðurnefndum hópi þarf hann að hafa lokið a.m.k. meistaraprófi á viðkomandi fræðasviði. Gæta þarf þess að verkefni nemandans sé á sérsviði leiðbeinandans.

4. gr.

11. gr. reglnanna fellur niður og breytist þá jafnframt tölusetning þeirra greina sem á eftir koma, þ.e. 12. gr. verður 11. gr., 13. gr. verður 12. gr. o.s.frv.

5. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar taka þegar gildi.

Háskóla Íslands, 22. janúar 2014.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 7. febrúar 2014