Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 942/2011

Nr. 942/2011 13. október 2011
REGLUGERÐ
um undanþágur frá gildissviði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um stofnanir sem skulu vera undanþegnar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana.

2. gr.

Eftirtaldar stofnanir skulu vera undanþegnar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB um stofnun og rekstur lánastofnana:

seðlabankar aðildarríkja,

póstgíróstofnanir,

í Belgíu: „Institut de Réescompte et de Garantie/Herdiscontering- en Waarborginstituut“,

í Danmörku: „Dansk Eksportfinansieringsfond“, „Danmarks Skibskreditfond“, „Dansk Landbrugs Realkreditfond“ og „KommuneKredit“,

í Þýskalandi: „Kreditanstalt für Wiederaufbau“, fyrirtæki sem samkvæmt „Wohnungsgemeinnützigkeitsgesetz“ (lögum um nýtingu húsnæðis í þágu almennings) eru viðurkennd sem stofnanir er falla undir húsnæðisstefnu ríkisins, enda snúist starfsemi þeirra ekki fyrst og fremst um bankastarfsemi, og fyrirtæki sem eru viðurkennd samkvæmt þessum lögum sem húsnæðisstofnanir í þágu almennings,

í Grikklandi: „Ταμείο Παρακαταθηκών και_ανείων“ (Tamio Parakatathikon kai Danion),

á Spáni: „Instituto de Crédito Oficial“,

í Frakklandi: „Caisse des dépôts et consignations“,

á Írlandi: „credit unions“ (sparisjóðir) og „friendly societies“,

á Ítalíu: „Cassa depositi e prestiti“,

í Lettlandi: „krājaizdevu sabiedrības“, fyrirtæki sem eru viðurkennd samkvæmt „Krājaizdevu sabiedrību likums“ sem samstarfsfyrirtæki sem veita eingöngu félagsaðilum sínum fjármálaþjónustu,

í Litháen: „kredito unijos“ annað en „Centrinékredito unija“,

í Ungverjalandi: „Magyar Fejlesztési Bank Rt.“ og „Magyar Export-Import Bank Rt.“,

í Hollandi: „Netherlandse Investeringsbank voor Ontwikkelingslanden NV“, „NV Noordelijke Ontwikkelingsmaatschappij“, „NV Industriebank Limburgs Instituut voor Ontwikkeling en Financiering“ og „Overijsselse Ontwikkelingsmaatschappij NV“,

í Austurríki: fyrirtæki sem eru viðurkennd sem húsnæðisstofnanir í þágu almennings og „Österreichische Kontrollbank AG“,

í Póllandi: „Spóldzielcze Kasy Oszczędnościowo Kredytowe“ og „Bank Gospodarstwa Krajowego“,

í Portúgal: „Caixas Económicas“ sem voru starfræktir 1. janúar 1986, að undanskildum þeim sem voru stofnaðir sem hlutafélög og „Caixa Económica Montepio Geral“,

í Finnlandi: „Teollisen yhteistyön rahasto Oy/Fonden för industriellt samarbete AB“ og „Finnvera Oyj/Finnvera Abp“,

í Svíþjóð: „Svenska Skeppshypotekskassan“,

í Breska konungsríkinu: „National Savings Bank“, „Commonwealth Development Finance Company Ltd“, „Agricultural Mortgage Corporation Ltd“, „Scottish Agricultural Securities Corporation Ltd“, „Crown Agents for overseas governments and administrations“, „credit unions“ (sparisjóði),

í Slóveníu: „SID-Slovenska izvozna in razvojna banka, d.d. Ljubljana“.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 35. gr. laga nr. 161/2002 um fjármála­fyrirtæki, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Með reglugerðinni er innleiddur hluti tilskipunar 2006/48/EB um stofnun og rekstur lánastofnana, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2008, og tilskipun 2010/16/ESB um breytingu á tilskipun 2006/48/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2011.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 13. október 2011.

Árni Páll Árnason.

Helga Jónsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 17. október 2011