Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 463/2010

Nr. 463/2010 12. maí 2010
REGLUR
um breytingar á reglum um fyrirkomulag númerabirtingar nr. 629/2008.

1. gr.

Breyting er gerð á 2. mgr. 9. gr. reglnanna og skal hún orðast svo:

Fjarskiptafyrirtæki ber að tryggja að númerabirting sé ávallt til staðar þegar hringt er í neyðarnúmerið 112, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 40/2008 um samræmda neyðarsvörun, útkallsnúmer Landhelgisgæslunnar, 511-3333 og númer vaktstöðvar siglinga, 545-2100.

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið af Póst- og fjarskiptastofnun, eru settar á grundvelli heimildar í 51. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Póst- og fjarskiptastofnun, 12. maí 2010.

Hrafnkell V. Gíslason.

Guðmunda Áslaug Geirsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 28. maí 2010