1. gr. 9. gr. reglnanna breytist og orðast svo: Til að hefja nám við hjúkrunarfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) til inngöngu í hjúkrunarfræðideild. Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að stúdent hafi lokið 10 fein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 fein á 3. þrepi í líffræði. Nemendur sem óska eftir að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði skulu gangast undir inntökupróf í samræmi við reglur um inntöku nýnema og inntökupróf í hjúkrunarfræðideild. 2. gr. Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar taka þegar gildi og verður þeim beitt við inntöku stúdenta frá og með háskólaárinu 2015-2016. Háskóla Íslands, 19. janúar 2015. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |