1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:
-
2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Markmið doktorsnáms er að veita nemendum víðtæka og trausta rannsóknarþjálfun og gera þá færa um að stunda sjálfstæð vísindastörf.
-
Á eftir orðunum „sbr. 66. gr. reglna“ í 1. málsl. 3. mgr. bætist við orðið: fyrir.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:
-
Orðin „fyrst og fremst“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
-
1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Forseti félagsvísindasviðs skipar vísindanefnd samkvæmt tilnefningu deilda og ákveður hver gegnir formannsstörfum.
-
Í stað orðanna „þriggja ára“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: tveggja ára.
-
Í stað orðanna „sitjandi nefnd“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: formaður nefndarinnar.
-
3. mgr. orðast svo: Deildarfundir deilda félagsvísindasviðs skulu kjósa sérstaka 3-5 manna fastanefnd (doktorsnámsnefnd, rannsóknarnámsnefnd eða vísindanefnd) úr hópi fastráðinna kennara við deild, sem fer með málefni doktorsnáms og hefur umsjón með þeim, þ.m.t. mat á umsóknum og eftirlit, sbr. m.a. 10. gr. Nefndin skal skipuð til tveggja ára í senn. Deildarfundi er heimilt að kjósa einnig tvo nefndarmenn til vara (1. og 2. varamann). Deildarforseti getur setið fundi nefndarinnar. Deildarfundur velur formann og varaformann nefndarinnar. Formaður fastanefndar er fulltrúi deildar í vísindanefnd félagsvísindasviðs.
3. gr.
3. gr. orðast svo:
Umsóknarfrestur um doktorsnám er tvisvar á ári, að jafnaði 15. apríl og 15. október en einu sinni á ári, að jafnaði 1. febrúar, fyrir erlenda umsækjendur. Heimilt er að taka við umsókn um doktorsnám á öðrum tímum ef sérstaklega stendur á.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:
-
1. mgr. orðast svo: Umsókn skal skilað til nemendaskrár Háskóla Íslands á sérstöku rafrænu eyðublaði sem aðgengilegt er á vef skólans. Fylgiskjöl skal senda til viðkomandi deildar. Fjallað er um umsóknir svo fljótt sem auðið er og þær afgreiddar að jafnaði eigi síðar en innan tveggja mánaða frá lokum umsóknarfrests. Um meðferð umsókna er fjallað í verklagsreglum félagsvísindasviðs.
-
2. mgr. fellur brott.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:
-
1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Sá sem hefur lokið meistaraprófi (kandídatsprófi) eða sambærilegu prófi við viðurkenndan háskóla getur sótt um að hefja doktorsnám við deild á félagsvísindasviði.
-
5. mgr. fellur brott.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:
-
1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Doktorsnám á félagsvísindasviði er að lágmarki 180 eininga (ECTS) doktorsritgerð og eftir atvikum doktorsnámskeið.
-
Í stað orðanna „auk námsbrautar þegar við á“ í lok 3. málsl. 2. mgr. kemur: sbr. nánar 10. gr.
7. gr.
Í stað orðsins „BA-námi“ í 3. málsl. 1. mgr. 7. gr. kemur: BA- eða BS-námi.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:
-
1. mgr. orðast svo: Doktorsnemi skal frá upphafi náms hafa leiðbeinanda. Leiðbeinandi gegnir hlutverki og skyldum umsjónarkennara samkvæmt reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Leiðbeinandi doktorsnema skal að jafnaði vera fastráðinn akademískur starfsmaður (prófessor, dósent eða lektor) viðkomandi deildar félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
-
Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein sem verður 2. mgr. 8. gr., svohljóðandi: Leiðsögn með doktorsnemum eiga þeir einir að hafa sem lokið hafa doktorsprófi eða jafngildi þess. Leiðbeinendur skulu vera viðurkenndir sérfræðingar á viðkomandi sviði og hafa birt ritsmíðar á vettvangi sem gerir strangar fræðilegar kröfur. Leiðbeinendur skulu vera þátttakendur í íslensku og/eða alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Miðstöð framhaldsnáms sannreynir hvort leiðbeinendur uppfylla sett viðmið og kröfur, sbr. 66. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Verkefni doktorsnema skal vera á sérsviði leiðbeinanda.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr.:
-
2. mgr. orðast svo: Doktorsnefnd skal skipuð leiðbeinanda og tveimur til fjórum sérfræðingum á fræðasviði ritgerðar. Leiðbeinandi er formaður doktorsnefndar. A.m.k. einn annarra nefndarmanna skal vera utan háskólans (æskilegt er að hann sé frá erlendum háskóla eða rannsóknastofnun). Nefndarmenn skulu búa yfir sérfræðiþekkingu á sviði doktorsefnis og hafa doktorspróf eða jafngildi þess.
-
Í stað orðanna „áliti til deildar“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: áliti til fastanefndar deildar.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr.:
-
Á eftir 1. málsl. 1. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Rannsóknaráætlun skal liggja fyrir eins fljótt og unnt er en í síðasta lagi í lok fyrsta námsárs.
-
2. mgr. orðast svo: Doktorsnemi skal virða samþykkta rannsóknaráætlun og tímamörk í námi. Hafi doktorsnemi ekki skilað rannsóknaráætlun, sem leiðbeinandi metur fullnægjandi, innan árs eða lokið námi sínu fimm árum eftir að hann hóf það er áframhaldandi nám hans háð samþykki fastanefndar viðkomandi deildar. Í slíkum tilvikum skal nemandi beina rökstuddri umsókn um að fá að halda áfram námi til fastanefndar.
-
3. mgr. orðast svo: Fyrir 15. júní ár hvert skal doktorsnemi skila skýrslu um námsframvindu á sérstöku eyðublaði. Þar skal gera grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið á háskólaárinu og stöðu doktorsverkefnis. Verði einhverjar breytingar á námshraða eða áætlun doktorsnema skal gera grein fyrir þeim í þessari skýrslu. Leiðbeinandi vottar nám doktorsnema eftir hvert misseri á þar til gert eyðublað. Öll eyðublöð og samþykktir varðandi doktorsnema skulu varðveittar á deildarskrifstofu sem hluti af námsferilsskrá nemandans. Þær eru jafnframt sendar til fastanefndar viðkomandi deildar sem tekur afstöðu til námsframvindu nemanda og er heimilt að grípa til úrræða samkvæmt reglum deildar ef hún metur námsframvindu ófullnægjandi. Samþykkt rannsóknaráætlun skal send viðkomandi deild með yfirlýsingu frá leiðbeinanda sem formanni doktorsnefndar um samþykki, þar sem hún verður hluti af námsferilsskrá doktorsnemans. Skipti doktorsnemi um rannsóknarefni skal ný áætlun lögð fyrir fastanefnd deildar. Breytingar á rannsóknaráætlun eru háðar samþykki doktorsnefndar og staðfestingu Miðstöðvar framhaldsnáms.
-
1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Komi upp ágreiningur eða vafamál í doktorsnefnd eða milli nefndar og doktorsnema skal vísa málinu til fastanefndar deildar til umsagnar.
11. gr.
12. gr. orðast svo:
Doktorsnemi lýkur rannsókn með ritgerð. Hún skal uppfylla kröfur um vísindaleg vinnubrögð og vera sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Doktorsritgerð er ýmist eitt heildstætt verk eða byggist á vísindagreinum sem mynda samstæða heild.
Í doktorsritgerð skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með vísindalegum aðferðum. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Ef rannsóknin greinist í afmarkaða hluta sem ekki eru að öllu samstæðir skal gera grein fyrir stöðu einstakra hluta rannsóknarinnar innan heildarinnar og tengja meginniðurstöður einstakra hluta saman á einum stað. Til að uppfylla almennar kröfur félagsvísindasviðs þarf doktorsnemi að hafa fylgt viðurkenndum vísindalegum rannsóknaraðferðum og sýnt ótvíræðan skilning á fræðasviði sínu og yfirgripsmikla þekkingu. Einnig skal í doktorsritgerð felast nýsköpun þekkingar á viðkomandi fræðasviði. Skal rannsóknin og aðrir þættir doktorsnámsins sýna að doktorsneminn geti greint og sett fram á skýran hátt flókin viðfangsefni sem krefjast ítarlegrar rannsóknar. Skal hann geta tekið fullan þátt í rökræðu innan sviðsins á fræðilegum vettvangi sem sjálfstæður fræðimaður, miðlað þekkingu sinni bæði í ræðu og riti, og stuðlað að aukinni menntun og þekkingu innan samfélagsins.
Doktorsritgerð skal að öðru jöfnu ekki vera lengri en 100 þúsund orð. Doktorsritgerð skal að jafnaði vera á íslensku eða ensku, sbr. nánar 14. gr.
Þegar doktorsritgerð byggist á vísindagreinum sem mynda samstæða heild skal semja sérstaka yfirlitsgrein þar sem dregið er saman efni hinna einstöku greina, settar fram heildarályktanir og efni þeirra tengt fræðilega. Ávallt skal vera skýrt hver þáttur doktorsnema er í viðkomandi verkefni og fastanefnd ber ábyrgð á að sannreyna með doktorsnefnd að hlutverk doktorsnema sé fullnægjandi í samræmi við ofangreind ákvæði. Deildir setja sérstakar reglur um fjölda greina, kröfur um birtingar og hve margar greinar skuli vera ritrýndar, sbr. 2.-7. kafla reglna þessara.
12. gr.
4. málsl. 1. mgr. 13. gr. orðast svo: Báðir andmælendur skulu vera utan sviðs og er æskilegt, ef fært er vegna tungumáls, að þeir komi frá erlendum háskóla eða vísindastofnun.
13. gr.
3. málsl. 4. mgr. 14. gr. orðast svo: Geta skal þeirra sjóða háskólans og annarra aðila sem hafa styrkt verkefnið.
14. gr.
1. mgr. 16. gr. orðast svo:
Um réttindi og skyldur nemenda gilda ákvæði reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands, vísindasiðareglna Háskóla Íslands og siðareglna Háskóla Íslands.
15. gr.
Í stað orðsins „reglur“ í 4. málsl. 1. mgr. 17. gr. kemur: verklagsreglur.
16. gr.
3. og 4. málsl. 1. mgr. 20. gr. falla brott.
17. gr.
Í stað orðanna „skal lokið“ í 2. málsl. 1. mgr. 21. gr. kemur: skal að jafnaði lokið.
18. gr.
Í stað orðanna „skulu að jafnaði taka“ í 1. málsl. 2. mgr. 22. gr. kemur: skulu taka.
19. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr.:
-
Í stað orðanna „prófessor eða dósent“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: prófessor, dósent eða lektor.
-
Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: Mögulegt er að sækja um undanþágu frá reglu um að aðalleiðbeinandi sé fastráðinn akademískur starfsmaður (prófessor, dósent eða lektor) við félags- og mannvísindadeild. Skal þá sótt um það til deildar. Skal þá meðleiðbeinandi vera fastur akademískur starfsmaður deildar og gegna hlutverki og skyldum umsjónarkennara.
20. gr.
Í stað orðsins „háskólastofnun“ í lok 2. málsl. 1. mgr. 24. gr. kemur: rannsóknarstofnun.
21. gr.
25. gr. orðast svo:
Doktorsnemi lýkur rannsókn með ritgerð. Doktorsritgerð skal vera á ensku nema sérstök rök mæli gegn því. Hún skal uppfylla kröfur um vísindaleg vinnubrögð og vera sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Doktorsritgerð er ýmist eitt sjálfstætt verk eða byggist á vísindagreinum sem mynda sjálfstæða heild.
Við félags- og mannvísindadeild er heimilt að leggja fram doktorsritgerð sem byggir á vísindagreinum sem mynda samstæða heild. Sé sú leið valin skal semja yfirlit þar sem fjallað er um kenningar viðfangsefnis rannsóknarinnar og aðferðafræðilega nálgun ásamt því að dregnar eru saman heildarniðurstöður rannsóknarinnar. Samsett doktorsritgerð skal að lágmarki vera þrjár til fimm vísindagreinar. Doktorsnemi skal vera fyrsti höfundur tveggja greina hið minnsta. Fyrir aðrar greinar gildir að framlag doktorsnemans sé veigamikið. Tvær greinar skulu hafa verið samþykktar til birtingar með eða án fyrirvara um breytingar í ritrýndum viðurkenndum alþjóðlegum tímaritum viðkomandi fræðasviðs. Doktorsnemi skal vera fyrsti höfundur hið minnsta að annarri samþykktu greininni. Tvær greinar skulu hafa verið sendar til ritrýningar.
22. gr.
4. málsl. 1. mgr. 26. gr. fellur brott.
23. gr.
29. gr. orðast svo:
Á meðan á doktorsnámi stendur skal nemandi gera grein fyrir eða kynna verkefni sitt á þremur málstofum sem hver um sig er forsenda fyrir næsta áfanga. Að málstofunum standa vísindanefnd deildar, leiðbeinandi og fastir kennarar deildar.
Fyrsta málstofa er haldin á fyrsta misseri doktorsnáms. Þar kynnir nemandi og ver rannsóknaráætlun sína. Vísindanefnd skipar tvo andmælendur. Að kynningu lokinni þurfa vísindanefnd deildar og leiðbeinandi að samþykkja rannsóknaráætlun áður en hún er send Miðstöð framhaldsnáms. Að því búnu skipar vísindanefnd doktorsnefnd.
Önnur málstofa skal haldin þegar leiðbeinandi og doktorsnemi telja að verkið sé hálfnað. Vísindanefnd skipar andmælanda, sem ekki er í doktorsnefnd en er kennari við annan háskóla eða aðra deild. Að lokinni málstofu skilar andmælandi skriflegri greinargerð um efnið, efnistök og gagnasöfnun.
Þriðja málstofa skal haldin þegar doktorsnefnd telur að doktorsritgerð sé á lokastigi. Vísindanefnd skipar andmælanda sem er ekki í doktorsnefnd og utan deildar. Hann skilar munnlegri og skriflegri greinargerð um hvað megi betur fara í lokahandriti til doktorsnema og doktorsnefndar. Að því búnu tekur doktorsnefnd ákvörðun um hvort ritgerð er tæk til varnar.
Doktorsnemar skulu taka virkan þátt í almennum málstofum doktorsnámsins í samráði við leiðbeinanda. Doktorsnemi skal þannig kynna eigin verk og taka virkan þátt í umfjöllun um verkefni annarra doktorsnema og leggja af mörkum (taka almennt þátt) í fræðilegri umræðu á sínu fræðasviði.
24. gr.
Á eftir 2. mgr. 30. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Mögulegt er að sækja um undanþágu frá reglu um að aðalleiðbeinandi sé fastráðinn akademískur starfsmaður (prófessor, dósent eða lektor) við félagsráðgjafardeild. Skal þá sótt um það til deildar. Skal þá meðleiðbeinandi vera fastur akademískur starfsmaður deildar og gegna hlutverki og skyldum umsjónarkennara.
25. gr.
31. gr. orðast svo:
Doktorsritgerð skal vera á ensku nema sérstök rök mæli gegn því. Ef doktorsnemandi óskar eftir að skrifa ritgerð á öðru tungumáli þarf hann að sækja um undanþágu til vísindanefndar deildar með rökstuðningi.
Ef doktorsritgerð er samsett skal hún vera þrjár til fimm vísindagreinar. Doktorsnemi skal vera aðalhöfundur (þ.e. að jafnaði fyrsti höfundur) tveggja greina hið minnsta. Tvær greinar skulu hafa verið samþykktar til birtingar og hinar skulu hafa verið sendar til birtingar í ritrýndum viðurkenndum alþjóðlegum tímaritum. Doktorsnemi skal vera fyrsti höfundur hið minnsta að annarri samþykktu greininni.
26. gr.
32. gr. orðast svo:
Í hagfræðideild starfar doktorsnámsnefnd sem gegnir hlutverki fastanefndar, sbr. 2. gr.
27. gr.
Á eftir 1. mgr. 35. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Mögulegt er að sækja um undanþágu frá reglu um að aðalleiðbeinandi sé fastráðinn akademískur starfsmaður (prófessor, dósent eða lektor) við hagfræðideild. Skal þá sótt um það til deildar. Skal þá meðleiðbeinandi vera fastur akademískur starfsmaður deildar og gegna hlutverki og skyldum umsjónarkennara.
28. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr.:
-
Í stað orðsins „doktorsefni“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: doktorsnemar.
-
Í stað orðsins „doktorsefnis“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: doktorsnema.
29. gr.
38. gr. ásamt yfirskrift orðast svo:
Skipan og hlutverk rannsóknarnámsnefndar.
Deildarfundur í lagadeild kýs þriggja manna rannsóknarnámsnefnd sem gegnir hlutverki fastanefndar, sbr. 2. gr. Hlutverk rannsóknarnámsnefndar er að hafa umsjón með rannsóknartengdu námi í lagadeild, í samráði við deildarforseta, eins og nánar greinir í þessum reglum, reglum um meistaranám í lagadeild og öðrum reglum um einstakar námsleiðir sem veita meistaragráðu frá lagadeild.
30. gr.
Núverandi 39. gr. fellur brott og breytist tölusetning þeirra greina sem á eftir koma sem því nemur.
31. gr.
Orðið „rannsóknanámsnefnd“ í 1., 2. og 3. mgr. núverandi 40. gr., 3. og 4. mgr. núverandi 42. gr., 1. mgr. núverandi 44. gr. og 1. mgr. núverandi 46. gr. breytist og verður, í viðeigandi beygingarfalli: rannsóknarnámsnefnd.
32. gr.
Í stað orðsins „rannsóknaáætlun“ í 2. málsl. 1. mgr. núverandi 41. gr. kemur: rannsóknaráætlun.
33. gr.
Núverandi 43. gr. ásamt yfirskrift orðast svo:
Afgreiðsla umsóknar og leiðbeinandi.
Deildarfundur tekur afstöðu til umsóknar um doktorsnám, að fenginni skriflegri umsögn rannsóknarnámsnefndar. Ef fallist er á umsókn skal deildarfundur skipa leiðbeinanda samhliða þeirri afgreiðslu, að fenginni tillögu rannsóknarnámsnefndar.
Deildarfundur getur heimilað, að tillögu rannsóknarnámsnefndar, að doktorsnemi hafi tvo leiðbeinendur, aðalleiðbeinanda og meðleiðbeinanda. Aðalleiðbeinandi er þá jafnframt umsjónarkennari doktorsnemans. Skipun aðalleiðbeinanda og meðleiðbeinanda ef við á er háð samþykki rannsóknarnámsnefndar og skal kynnt á deildarfundi.
Mögulegt er að sækja um undanþágu frá reglu um að aðalleiðbeinandi sé fastráðinn akademískur starfsmaður (prófessor, dósent eða lektor) við lagadeild. Skal þá sótt um það til deildar. Skal þá meðleiðbeinandi vera fastur akademískur starfsmaður deildar og gegna hlutverki og skyldum umsjónarkennara.
34. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á núverandi 44. gr.:
-
Í stað orðsins „Lagastofnun“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: skrifstofa lagadeildar.
-
Í stað orðsins „rannsóknaaðferðum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: rannsóknaraðferðum.
35. gr.
Í stað orðsins „A-flokkur“ í 1. málsl. 1. mgr. núverandi 46. gr. kemur: A3.1, A3.2, A3.3, A4.1, A4.2, A4.3 eða A5.1 í matskerfi opinberra háskóla.
36. gr.
Núverandi 47. gr. orðast svo:
Vísindanefnd stjórnmálafræðideildar gegnir hlutverki fastanefndar, sbr. 2. gr.
37. gr.
3. mgr. núverandi 49. gr. orðast svo:
Doktorsnemar sem hafa lokið bæði grunn- og meistaranámi við íslenska háskóla skulu dvelja sem samsvarar a.m.k. einu misseri við erlendan háskóla eða rannsóknarstofnun sem hluta af doktorsnámi og skal stofnun valin í samráði við leiðbeinanda og/eða doktorsnefnd.
38. gr.
Núverandi 50. gr. orðast svo:
Sérhver doktorsnemi skal frá upphafi hafa leiðbeinanda og skal hann að jafnaði vera fastur kennari (prófessor, dósent eða lektor) við stjórnmálafræðideild. Skipan leiðbeinanda er háð samþykki deildar. Leiðbeinandi gerir vísindanefnd deildar grein fyrir námsframvindu doktorsnema einu sinni á ári.
Stjórnmálafræðideild getur samþykkt leiðbeinanda utan deildar í sérstökum rökstuddum undantekningartilvikum. Leiðbeinandinn verður að vera sérfræðingur á viðeigandi fagsviði deildarinnar. Skal þá meðleiðbeinandi vera fastur akademískur starfsmaður deildar og gegna hlutverki og skyldum umsjónarkennara.
39. gr.
2. mgr. núverandi 51. gr. fellur brott.
40. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á núverandi 52. gr.:
-
Í stað orðanna „að lágmarki vera fjórar“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: vera þrjár til fimm.
-
Í stað orðanna „að grein/um“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: að grein eða greinum.
41. gr.
Núverandi 53. gr. orðast svo:
Doktorsnámsnefnd viðskiptafræðideildar gegnir hlutverki fastanefndar, sbr. 2. gr.
42. gr.
Núverandi 55. gr. fellur brott og breytist tölusetning þeirra greina sem á eftir koma í samræmi við það.
43. gr.
Í stað orðsins „umsjónarkennara“ í 1. málsl. 1. mgr. núverandi 56. gr. kemur: leiðbeinanda.
44. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 68. og 69. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Reglurnar hafa verið samþykktar af deildum félagsvísindasviðs, stjórn fræðasviðsins og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 5. júní 2015.
Kristín Ingólfsdóttir.
Þórður Kristinsson.
|