Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 947/2006

Nr. 947/2006 8. nóvember 2006
AUGLÝSING
um umferð á Akranesi.

Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og fenginni tillögu bæjaryfirvalda á Akranesi hafa verið settar eftirfarandi reglur um umferð á Akranesi:

 1. Að biðskylda verði á umferð af Bresaflöt gagnvart umferð á Ketilsflöt.
 2. Að biðskylda verði á umferð af Asparskógum gagnvart umferð á Ketilsflöt.
 3. Að biðskylda verði á umferð af Eikarskógum gagnvart umferð á Asparskógum.
 4. Að biðskylda verði á umferð af Seljuskógum gagnvart umferð á Asparskógum.
 5. Að biðskylda verði á umferð af Álmskógum gagnvart umferð á Eikarskógum.
 6. Að biðskylda verði á umferð af Beykiskógum gagnvart umferð á Ketilsflöt.
 7. Að biðskylda verði á umferð af Seljuskógum gagnvart umferð á Beykiskógum.
 8. Að biðskylda verði á umferð af Viðjuskógum gagnvart umferð á Beykiskógum.
 9. Að biðskylda verði á umferð af Eikarskógum gagnvart umferð á Beykiskógum.
 10. Að biðskylda verði á umferð af Hlynskógum gagnvart umferð á Beykiskógum.
 11. Að biðskylda verði á umferð af Birkiskógum gagnvart umferð á Beykiskógum.
 12. Að biðskylda verði á umferð af Álmskógum gagnvart umferð á Beykiskógum.
 13. Að biðskylda verði á umferð af Smiðjuvöllum (tvenn gatnamót) gagnvart umferð á Kalmansbraut (þjóðvegur 509).
 14. Að biðskylda verði á umferð af botnlanga úr Smiðjuvöllum við hús nr. 22, 24 og 26 gagnvart umferð á Smiðjuvöllum.
 15. Að biðskylda verði á umferð af botnlanga úr Smiðjuvöllum sem liggur frá Kalmansbraut (þjóðvegur 509) og á milli húsa nr. 9, 11 og 13 gagnvart umferð á Smiðjuvöllum á krossgatnamótum.
 16. Að biðskylda verði á umferð af botnlanga úr Smiðjuvöllum við hús nr. 12-20 gagnvart umferð á Smiðjuvöllum.
 17. Að biðskylda verði á umferð af botnlanga úr Smiðjuvöllum við hús nr. 2-8 gagnvart umferð á Smiðjuvöllum.

Ákvörðun þessi tekur nú þegar gildi.

Sýslumaðurinn á Akranesi, 8. nóvember 2006.

Ólafur Þ. Hauksson.

B deild - Útgáfud.: 22. nóvember 2006