Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 554/2008

Nr. 554/2008 9. júní 2008
GJALDSKRÁ
fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit.

1. gr.

Almenn heimild.

1.1 Af öllum lóðum, nýbyggingum og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóðum í þéttbýli í Hvalfjarðarsveit, skal greiða gatnagerðargjald til sveitarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari.

1.2 Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og reglugerð um gatnagerðargjald nr. 543/1996.

2. gr.

Álagningarstofn gatnagerðargjalds.

2.1 Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar vegna nýrra lóða og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði á þegar byggðum og eldri lóðum.

2.2 Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð sem ákveðinn er með eftirfarandi hætti:

2.2.1 Þegar Hvalfjarðarsveit úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

2.2.2 Verði ekki lagt á gatnagerðargjald skv. a-lið eða veitt byggingarleyfi fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, skal við útgáfu byggingarleyfis leggja á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.

3. gr.

Fjárhæð gatnagerðargjalds vegna nýbygginga.

3.1 Gatnagerðargjald reiknast sem hlutfall af byggingarkostnaði pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Í apríl 2008 er þessi viðmiðun 125.763 kr./m².

3.2 Fermetrafjöldi, sem lagður er til grundvallar við útreikning gatnagerðargjalda, er margfeldi af lóðarstærð og nýtingarhlutfalli viðkomandi lóðar skv. deiliskipulagi. Sýni deiliskipulag að nýtingarhlutfall lóðar megi vera á ákveðnu bili, þ.e. þegar gefið er upp lágmarks- og hámarksnýtingarhlutfall skal reikna með meðaltali hámarks- og lágmarksnýtingarhlutfalls við útreikning á gatnagerðargjaldinu.

3.3 Af hverjum fermetra greiðist eftirfarandi gjald eftir húsagerðum:

Grunnviðmiðun      125.763 kr./m²

Hlutfall

Fjárhæð

Einbýlishús

11,55%

14.526 kr./m²

Rað-, par- og fjöleignarhús (2-6 íb.)

9,35%

11.759 kr./m²

Fjöleignarhús (>6 íb.)

4,95%

6.225 kr./m²

Annað húsnæði

6,05%

7.609 kr./m²

3.4 Fyrir lagnakjallara, garðhús minni en 7,5 m² að flatarmáli og heimilisgróðurhús minni en 15 m² að flatarmáli skal ekki greiða gatnagerðargjald.

3.5 Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er að grafa út grunn en fylla hann upp, skal greiða 25% af venjulegu fermetragjaldi, enda sé aðeins gengt í það rými innan frá.

3.6 Útreikningur gjalda miðast við notkun samkvæmt ofangreindum flokkum. Verði notkun húsnæðis breytt þannig að það flytjist yfir í hærri gjaldflokk skal endurreikna gjaldið miðað við nýjan flokk að frádregnu eldra gjaldi.

4. gr.

Gatnagerðargjald vegna breytinga á eldri byggingum.

4.1 Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun byggingar, þannig að hún flytjist yfir í hærri gjaldflokk, sbr. 3. gr., skal greiða gatnagerðargjald af fermetrafjölda viðkomandi húsnæðis sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

4.2 Gatnagerðargjald skal greitt ef reist er ný og stærri bygging í stað annarrar á sömu lóð, sem stækkuninni nemur. Þessi regla gildir um byggingar sem samþykkt er byggingarleyfi fyrir allt að 5 árum eftir að leyfi er gefið fyrir niðurrifi byggingar. Að öðrum kosti skal greiða fullt gatnagerðargjald.

4.3 Í því tilviki þegar hús er flutt á milli lóða skal leggja gatnagerðargjald á ef húsið er sett á lóð sem ekki fylgja eldri gatnagerðargjöld.

5. gr.

Sérstök lækkunarheimild.

5.1 Sveitarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gjaldskrá þessa um allt að 25% eftir aðstæðum í götum eða hverfum, þó þannig að aldrei verði farið yfir hámark skv. lögum nr. 153/2006.

5.2 Ákveði sveitarstjórn að hækka eða lækka gjaldskrá þessa vegna lóða í nýjum götum eða hverfum skal það liggja fyrir jafnhliða útgáfu byggingarskilmála fyrir lóðir í viðkomandi hverfi.

5.3 Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, atvinnuuppbyggingar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.

5.4 Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sérhæfðs félagslegs húsnæðis, svo sem sambýla fyrir fatlaða, þjónustuíbúða fyrir aldraða eða félagslegs leiguhúsnæðis enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði um að greiða skuli gatnagerðargjald af því ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta. Stafi það af breyttri notkun, sem er háð samþykki byggingaryfirvalda, skulu gjalddagi og eindagi fara eftir 2. mgr. 7. gr. laga nr. 153/2006, en að öðrum kosti er gjalddagi 30 dögum eftir að forsendur lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds eru ekki lengur fyrir hendi, svo sem vegna sölu húsnæðis, og eindagi einum mánuði síðar.

6. gr.

Greiðsla gatnagerðargjalds.

6.1 Greiða skal 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftir­stöðvar við veitingu byggingarleyfis.

6.2 Hafi gjöldin eigi verið greidd innan ofangreinds frests, fellur úthlutun lóðarinnar úr gildi.

6.3 Umsækjanda að lóð, sem fengið hefur sömu lóð úthlutað áður, án þess að hafa staðið við greiðsluskilmála, verður ekki úthlutað lóðinni í þriðja sinn, nema fyrir liggi fullnaðar­greiðsla gatnagerðargjalda.

6.4 Sveitarstjórn getur veitt sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til endursölu. Skal þá greitt samkvæmt greiðslusamningi sem kveði á um skilmála og greiðslukjör.

7. gr.

Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.

7.1 Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:

7.2 Ef lóðarhafi skilar lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð.

7.3 Ef gatnagerðargjaldið hefur verið greitt í tengslum við útgáfu byggingarleyfis en leyfið fellur úr gildi.

7.4 Frestur til endurgreiðslu er einn mánuður frá því að úthlutun er afturkölluð eða lóðar­hafi skilar lóð, skv. gr. 7.1.1. eða frá því að lóðarhafi krefst endurgreiðslu gatnagerðar­gjalds, skv. gr. 7.1.2.

7.5 Gatnagerðargjald skal endurgreitt með verðbótum miðað við vísitölu byggingar­kostnaðar, reiknað frá því að lóðarhafi greiddi gatnagerðargjaldið til endurgreiðslu­dags.

8. gr.

Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur.

8.1 Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, ber ábyrgð á greiðslu gatna­gerðargjalds.

8.2 Gatnagerðargjald, ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði, er tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samnings- eða aðfararveði í tvö ár frá gjalddaga.

8.3 Lögveðsrétturinn helst þótt samið hafi verið um greiðslufrest.

9. gr.

Önnur ákvæði.

9.1 Samningar og skilmálar um gatnagerðargjald og álagt gatnagerðargjald fyrir 1. janúar 1997, skulu halda gildi sínu og innheimtast skv. heimild í ákvæði til bráðabirgða í lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006, sbr. 15. gr. reglugerðar um gatnagerðargjald nr. 543/1996.

9.2 Einingaverð samkvæmt gjaldskrá þessari taka breytingum mánaðarlega í samræmi við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Grunnvísitala er 316,7 stig.

9.3 Gjaldskrá þessi tekur gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þannig samþykkt við síðari umræðu í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, hinn 3. maí 2008.

Hvalfjarðarsveit, 3. júní 2008.

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri.

B deild - Útgáfud.: 13. júní 2008