Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 527/2015

Nr. 527/2015 12. júní 2015

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar hefur þann 12. júní 2015 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, fullnaðarafgreitt eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi:

Snæfríðargata 10-12 og 14-16, breyting á deiliskipulagi 3. áfanga Helgafellshverfis, sem felst í því að parhús á ofangreindum lóðum verði einnar hæðar í stað tveggja. Tillaga að breytingunni var grenndarkynnt 28. maí 2015, þátttakendur lýstu allir yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.

Háholt 13-15, breyting á deiliskipulagi felst í því að byggingarreitur er stækkaður um 140 m² til suðurs út frá suðurhlið hússins vestast. Tillaga að breytingunni var grenndarkynnt 13. maí 2015, engin athugasemd barst.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 12. júní 2015,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 16. júní 2015