Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1040/2014

Nr. 1040/2014 13. nóvember 2014
AUGLÝSING
um staðfestingu námsbrautarlýsinga framhaldsskóla.

1. gr.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skv. 23. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 staðfest eftirfarandi námsbrautarlýsingar. Staðfesting felur í sér að lýsing á upp­byggingu námsbrauta, tengslum við atvinnulíf og/eða önnur skólastig, uppbyggingu náms á hæfniþrep, inntökuskilyrðum og skilyrðum um framvindu náms, grunnþáttum og lykil­hæfni og námsmati sé í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla. Hinar staðfestu náms­brautar­lýsingar teljast þar með hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla, sbr. aug­lýsingu nr. 674/2011.

Staðfestingin tekur ekki til einstakra áfangalýsinga heldur lýsingar á uppbyggingu náms­brauta, tengslum við atvinnulíf og/eða önnur skólastig, uppbyggingu náms á hæfni­þrep, inntökuskilyrðum og skilyrðum um framvindu náms, upplýsingum um grunn­þætti, lykilhæfni og námsmat.

Skólar bera ábyrgð á að áfangalýsingar námsbrauta og kennsla falli að hæfniviðmiðum brautar og þeim ramma sem aðalnámskrá setur skólastarfi.

2. gr.

Hugvísindabraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-4-3-6).

Náttúruvísindabraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-5-3-6).

Félagsvísindabraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-6-3-6).

Náttúruvísindabraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-7-3-6).

Félags- og hugvísindabraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-8-3-6).

Opin stúdentsbraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-9-3-6).

Náttúrufræðibraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-12-3-6).

Málabraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-13-3-6).

Félagsgreinabraut, stúdent – hæfniþrep 3 (14-15-3-6).

3. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 13. nóvember 2014.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 28. nóvember 2014