Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 152/2009

Nr. 152/2009 27. janúar 2009
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað stafliðar j við 3. tölul. B. liðar 1. gr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi:

Mjólkurflutningabifreið sem skráð er með tank sem yfirbyggingu og er sérstaklega útbúin og eingöngu notuð til að safna mjólk frá búum. Hafi bifreiðin tengivagn verður farmur hans að vera sá sami, þ.e. mjólk frá búum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 27. janúar 2009.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Ingvi Már Pálsson.

B deild - Útgáfud.: 11. febrúar 2009