Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 491/2015

Nr. 491/2015 29. maí 2015

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 6. maí 2015 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi:

Miðbæjarskipulag, Þverholt 21-27.
Innbyrðis lóðarmörk og mörk byggingarreita færast til, íbúðum fjölgar úr 48 í 62 og sett er skilyrði um að á lóðum nr. 25 og 27 verði leiguíbúðir. Núverandi leikhús á svæðinu geti staðið áfram um hríð, þótt hafin verði uppbygging samkvæmt deiliskipulaginu. Tillaga að breytingunum var auglýst 12. mars 2015, engin athugasemd barst.

Lóð fyrir færanlegar kennslustofur við Æðarhöfða.
Byggingarreitur á lóðinni er stækkaður og leyfilegt nýtingarhlutfall aukið, svo að koma megi fyrir á lóðinni allt að 12 færanlegum kennslustofum fyrir 5-7 ára börn. Tillaga að breytingunum var auglýst 12. mars 2015, engin athugasemd barst.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 29. maí 2015,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 2. júní 2015