Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 249/2015

Nr. 249/2015 10. mars 2015
AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur 11. febrúar og 25. febrúar 2015 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi:

Lóðin Laugabakki, Mosfellsdal, breyting á deiliskipulagi Laugabólslands, upphaflega sam­þykktu 18. ágúst 1999 og síðast breyttu 23. október 2013, sem felst í því að landi Lauga­bakka, sem nú er óskipt, er skipt upp í þrjá hluta með öðrum hætti en gildandi skipu­lag gerir ráð fyrir, þannig að lóðin Laugabakki 2 minnkar en Laugabakki 3 stækkar að sama skapi. Tillaga að breytingunni var auglýst 23. desember 2014, engin athugasemd barst.

Vefarastræti 7-13, Helgafellshverfi, breytingar á deiliskipulagi 1. áfanga Helgafellshverfis, sem samþykkt var 13. desember 2006 og síðast breytt 7. maí 2014. Helstu breytingar eru þær, að íbúðum fjölgar úr 32 í 34 og að slakað er á kröfum um bílastæði þannig að íbúðir minni en 70 m² (var 60 m²) þurfi 1,5 stæði og þau megi öll vera ofanjarðar. Tillaga að breytingunum var auglýst 17. nóvember 2014, engin athugasemd barst.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 10. mars 2015,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 12. mars 2015