Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 88/2012

Nr. 88/2012 5. júlí 2012
ÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 184 frá 31. desember 2011, um skiptingu starfa ráðherra.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er hér með gerð sú breyting á forsetaúrskurði nr. 184 frá 31. desember 2011, um skiptingu starfa ráðherra, að Steingrími J. Sigfússyni er fer með ráðherrastörf í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti, verði falið að undirbúa stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, að Oddnýju G. Harðardóttur er fer með ráðherrastörf í fjármálaráðuneyti, verði falið að undirbúa stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og að Svandísi Svavarsdóttur er fer með ráðherrastörf í umhverfisráðuneyti verði falið að undirbúa stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis, sbr. forsetaúrskurð nr. 86 frá 5. júlí 2012, um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti. Ennfremur skulu þau annast undirbúning ákvarðana samkvæmt 17. og 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, vegna hinna nýju ráðuneyta.

Gjört á Bessastöðum, 5. júlí 2012.

Ólafur Ragnar Grímsson.

(L. S.)

Steingrímur J. Sigfússon.

A deild - Útgáfud.: 5. júlí 2012