Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 988/2010

Nr. 988/2010 20. desember 2010
AUGLÝSING
um deiliskipulag í landi Atlastaða og Geirmundarstaða í Fljótavík, Ísafjarðarbæ.

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 15. júlí 2010 var samþykkt deiliskipulag í landi Atlastaða og Geirmundarstaða í Fljótavík, Ísafjarðarbæ. Þar eru skilgreindar fjórar lóðir undir frístundahús og virkjun Bæjarár. Deiliskipulagið er 55 ha að stærð og nær yfir þann hluta jarðanna sem byggðin er á. Deiliskipulagið felur jafnframt í sér endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir jörðina Geirmundarstaði í Fljótavík, samþykkt 20. nóvember 2008, sem fellur úr gildi við gildistöku þessa skipulags.
Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Ísafirði, 20. desember 2010.

Jóhann B. Helgason,
sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.

B deild - Útgáfud.: 20. desember 2010