Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 729/2011

Nr. 729/2011 6. júlí 2011
AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi slökkvistöðvarlóðar, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 11. maí 2011 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt breytingar á deiliskipulagi lóðar fyrir slökkvi- og lögreglustöð við Skarhólabraut, sem samþykkt var í apríl 2010.

Helstu breytingar á deiliskipulaginu eru að byggingarreitir ganga skemur til austurs og vesturs en í gildandi skipulagi og færast m.a. fjær veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar, þannig að kvöð þar að lútandi fellur niður. Tengingar við Skarhólabraut fyrir almenna umferð verða áfram tvær á sömu stöðum og áður, en við bætist á milli þeirra sérstök útkeyrsla eingöngu fyrir útkallsbíla/neyðarakstur. Hæðafjöldi og hámarksnýtingarhlutfall breytast ekki.

Breytingarnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 6. júlí 2011,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 20. júlí 2011