Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 420/2012

Nr. 420/2012 3. apríl 2012
REGLUR
um ljósritun og hliðstæða eftirgerð verndaðra verka.

1. gr.

Heimild til eftirgerðar.

Heimild til ljósritunar og hliðstæðrar eftirgerðar verndaðs verks í starfsemi sinni hefur hver sá sem aflað hefur sér slíkrar heimildar með samningi við viðurkennd samtök höfundaréttar­félaga sem gæta hagsmuna höfunda á því sviði skv. 1. mgr. 15. gr. a í höfundalögum nr. 73/1972, með áorðnum breytingum. Undanþegin heimildinni eru verk höfunda sem lagt hafa skriflegt bann við fjölföldun þeirra.

Með vernduðu verki er í reglum þessum átt við öll verk sem njóta verndar skv. 1. kafla höfundalaga nr. 73/1972.

2. gr.

Endurgjald fyrir eftirgerð.

Samtökum skv. 1. gr. er heimil innheimta gjalds fyrir eftirgerð á efni höfunda, óháð því hvort þeir eru félagar í aðildarfélögum að samtökunum, enda eigi þeir sama rétt til endurgjalds og félagsmenn slíkra félaga. Kröfur rétthafa vegna eftirgerðar verka skv. 1. gr. verða einungis hafðar uppi gagnvart samtökum sem hlotið hafa viðurkenningu skv. 1. gr., sem ábyrgjast greiðslu þeirra, innan fjögurra ára frá því að eftirgerð með réttri heimild var framkvæmd.

3. gr.

Form eftirgerðar.

Reglur þessar taka til eftirgerðar verndaðra verka skv. 1. gr. hvort sem beitt er hliðrænum eða stafrænum aðferðum.

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar með heimild í ákvæði 4. mgr. 15. gr. a í höfundalögum, nr. 73/1972, með áorðnum breytingum og öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 3. apríl 2012.

Katrín Jakobsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 10. maí 2012