Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 428/2015

Nr. 428/2015 17. apríl 2015
REGLUGERÐ
um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerðin gildir um valfrjálsa merkingu og markaðssetningu með Skráargatinu. Skráar­gatið byggir á næringarviðmiðum um innihald fitu, sykurtegunda, trefja og salts í matvælum í þeim matvælaflokkum sem eru í viðauka II.

2. gr.

Skilgreiningar.

Í þessari reglugerð merkir:

a)

Fita eins og segir í skilgreiningum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

b)

Fita og fitublöndur til matargerðar, eins og segir í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1308/2013.

c)

Forpökkuð matvæli, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

d)

Glútenlaust eins og skilgreint er í reglugerð nr. 1177/2011.

e)

Heilkorn (heilmalað korn) er í þessari reglugerð heilt korn með hýði þ.e. kím, fræhvíta og klíð. Kornið má vera malað, brotið eða álíka, en fræhluta kornsins skal nota í sömu hlutföllum og eru í korninu. Heilkornaskilgreiningin nær yfir hveiti, spelt, rúg, hafra, bygg, maís, hrísgrjón, hirsi og dúrrutegundir.

f)

Kjöt eins og segir í skilgreiningum í f-lið 1. mgr. 2. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

g)

Matvæli sérstaklega ætluð börnum yngri en 3 ára, eins og segir í reglugerð nr. 708/2009.

h)

Mettaðar fitusýrur, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

i)

Nýfæði, eins og skilgreint er í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 258/1997 um nýfæði og ný innihaldsefni.

j)

Lagarafurðir, tilreiddar lagarafurðir og lifandi samlokur, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar nr. 104/2010.

k)

Plöntusterólar, plöntusterólesterar, plöntustanólar eða plöntustanólesterar, eins og segir í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

l)

Salt, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

m)

Sykurtegundir eru allar einsykrur og tvísykrur sem finnast í matvælum, að fjöl­alkóhólum undanskildum, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

n)

Transfitusýrur, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

o)

Trefjar, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

p)

Unnar og óunnar afurðir, eins og segir í skilgreiningum reglugerðar nr. 103/2010.

q)

Viðbætt bragð er í þessari reglugerð viðbætt krydd ásamt bragðefnum og öðrum innihaldsefnum með bragðgefandi eiginleika skv. reglugerð nr. 980/2011.

r)

Viðbættar sykurtegundir eru í þessari reglugerð allar ein- og tvísykrur sem bætt er í fram­leiðslu matvæla. Sykurtegundir sem finnast náttúrulega í hunangi, sírópi, ávaxta­safa og -þykkni teljast þar með.

3. gr.

Útlit Skráargatsins.

Grafísk hönnun Skráargatsins kemur fram í viðauka I. Skráargatinu skal fylgja táknið R (®). Skráargatið skal prenta með grænum eða svörtum lit.

4. gr.

Matvæli sem má merkja með Skráargatinu.

Skráargatið má nota við merkingu og markaðssetningu á matvælum sem uppfylla öll skilyrði matvælaflokka skv. viðauka II.

Skráargatið má nota á:

  1. Forpökkuð matvæli sem falla undir viðauka II.
  2. Matvæli sem eru ekki forpökkuð og tilheyra eftirtöldum matvælaflokkum:
    1. Grænmeti o.fl. sem er óunnið (matvælaflokkur 1).
    2. Ávextir og ber (matvælaflokkur 2).
    3. Brauð (matvælaflokkar 8a og b).
    4. Hrökkbrauð (matvælaflokkur 9).
    5. Ostar, aðrir en ferskir ostar (matvælaflokkur 16).
    6. Jurtavalkostir við osta (matvælaflokkur 17).
    7. Lagarafurðir og lifandi samlokur (matvælaflokkur 21).
    8. Kjöt (matvælaflokkur 23).

Skráargatið má ekki nota á:

  1. Matvæli sem eftirfarandi innihaldsefnum hefur verið bætt í:
    1. Sætuefni (aukefni).
    2. Samþykkt nýfæði og ný innihaldsefni með sætueiginleika.
    3. Plöntusteróla, plöntusterólestera, plöntustanóla eða plöntustanólestera.
  2. Matvæli sem eru sérstaklega ætluð börnum undir þriggja ára aldri.

5. gr.

Krafa um upplýsingar um matvæli sem ekki eru forpökkuð.

Þegar Skráargatið er notað við markaðssetningu á eftirfarandi óforpökkuðum matvælum:

  1. Brauð (matvælaflokkar 8a og b).
  2. Hrökkbrauð (matvælaflokkur 9).
  3. Ostar, nema ferskir ostar (matvælaflokkur 16).
  4. Jurtavalkostur við osta (matvælaflokkur 17).
  5. Kjöt (matvælaflokkur 23).

Þá skulu upplýsingar sem varða kröfur Skráargatsins vera aðgengilegar sé þess óskað.

6. gr.

Almenn skilyrði.

Eftirfarandi skilyrði gilda þegar merkt er með Skráargatinu:

 

a)

Matvæli, sem merkt eru með Skráargatinu, mega ekki innihalda meira en 2 grömm af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum af heildarfitumagni, sbr. reglugerð nr. 1045/2010.

 

b)

Eingöngu má bæta fitu, sykurtegundum eða salti í þá matvælaflokka sem hafa skil­yrði um fitu, sykurtegundir eða salt í viðauka II. Engu að síður má bæta þessum nær­ingar­efnum í aðra matvælaflokka, þó eingöngu í því lágmarksmagni sem nauð­syn­legt er til að ná æskilegum áhrifum.

7. gr.

Ábyrgð matvælafyrirtækja.

Matvælafyrirtæki, sem nota Skráargatið, skulu tryggja að notkun þess sé í samræmi við reglugerð þessa. Öll notkun Skráargatsins við markaðssetningu verður að vera skýr og hún má ekki vera villandi eða blekkjandi fyrir neytendur.

8. gr.

Eftirlit og gjaldtaka.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. gr. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

Ef eftirlitsaðili óskar eftir, skal stjórnandi matvælafyrirtækis leggja fram niðurstöður úr fag­giltum prófunum sem staðfesta að notkun merkisins sé í samræmi við viðkomandi skil­yrði í viðauka II.

Matvælafyrirtæki skal greiða fyrir eftirlit samkvæmt reglugerð þessari í samræmi við 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Það sama á við um prófun opinberra eftirlitssýna.

9. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a–e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

10. gr.

Lagastoð, gildistaka og brottfall reglugerða.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 18. gr. b og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um mat­væli, með síðari breytingum.

Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 1190/2014 um notkun Skráar­gatsins við markaðssetningu matvæla.

Reglugerðin tekur þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir gildistöku þessarar reglugerðar er framleiðsla og merking matvæla í samræmi við ákvæði eldri reglugerðar nr. 999/2013 um notkun Skráargatsins við markaðssetningu mat­væla áfram heimil til 1. september 2016.

Leyfilegt er að dreifa matvælum framleiddum og merktum í samræmi við reglugerð nr. 999/2013 þar til birgðir eru uppurnar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. apríl 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 5. maí 2015