Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 3/2011

Nr. 3/2011 4. apríl 2011
AUGLÝSING
um upplýsingaskiptasamning og tvísköttunarsamninga við Bermúdaeyjar.

Samningur milli Íslands og Bermúdaeyja um upplýsingaskipti um skatta og bókun við hann, samningur til að komast hjá tvísköttun einstaklinga, samningur um að komast hjá tvísköttun fyrirtækja sem reka skip eða loftför í flutningum á alþjóðaleiðum og samningur um aðgang að framkvæmd gagnkvæms samkomulags í tengslum við leiðréttingu á hagnaði tengdra fyrirtækja, sem gerðir voru í Washington 16. apríl 2009, öðluðust gildi 2. apríl 2011.

Samningurinn um upplýsingaskipti um skatta og bókun við hann eru birt sem fylgiskjal 1 með auglýsingu þessari, samningurinn til að komast hjá tvísköttun einstaklinga sem fylgiskjal 2, samningurinn um að komast hjá tvísköttun fyrirtækja sem reka skip eða loftför í flutningum á alþjóðaleiðum sem fylgiskjal 3 og samningurinn um aðgang að framkvæmd gagnkvæms samkomulags í tengslum við leiðréttingu á hagnaði tengdra fyrirtækja sem fylgiskjal 4.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

Utanríkisráðuneytinu, 4. apríl 2011.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

C deild - Útgáfud.: 30. desember 2011