Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 779/2014

Nr. 779/2014 28. ágúst 2014
REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 698/2014, um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Með endurbótum á íbúðarhúsnæði í skilningi 2. mgr. 19. gr. laga nr. 35/2014 er m.a. átt við viðbyggingar, breytingar á innra skipulagi, breytingar á fylgifé fasteignar og veru­legar lóðaframkvæmdir. Sama á m.a. við um viðgerðir á þaki, klæðningu og gluggum þar sem nýtt kemur í stað þess eldra eða sem viðbót við hið eldra. Til fylgifjár fasteigna telst það sem varanlega er skeytt við fasteignina eða sérstaklega sniðið að henni, sbr. 24. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup. Hér undir falla ekki kaup á húsgögnum og öðru lausafé, sem almennt telst ekki fylgifé fasteignar. Lán sem tekin voru vegna endur­bóta geta að hluta eða öllu leyti legið til grundvallar útreikningi á leiðréttingu verð­tryggra fasteignaveðlána.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. ágúst 2014.

F. h. r.

Hafdís Ólafsdóttir.

Guðrún Þorleifsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 29. ágúst 2014