Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 446/2008

Nr. 446/2008 30. apríl 2008
AUGLÝSING
um deiliskipulag Skarhólabrautar að Desjarmýri, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 12. mars 2008 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag fyrir Skarhólabraut á 1,1 km kafla frá hringtorgi við Vesturlandsveg og austur fyrir nýtt iðnaðarhverfi í Desjarmýri. Skipulagssvæðið er 30-40 m breitt belti sem brautin liggur í. Í megindráttum er um að ræða tveggja akreina veg, með biðreinum fyrir vinstri beygjur á gatnamótum. Meðfram brautinni að sunnan­verðu er sýndur aðalgöngustígur í legu núverandi slóða meðfram hitaveituæð.
Deili­skipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæla fyrir um og öðlast það þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 30. apríl 2008,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 16. maí 2008