Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1177/2013

Nr. 1177/2013 18. desember 2013
AUGLÝSING
frá ríkisskattstjóra um reikning fyrninga og vaxta vegna fjármögnunarleigu fólksbifreiða skv. 4. tl. 50. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Útreikningur frádráttarbærs hluta leigugreiðslna rekstrarárið 2013 vegna fjármögnunar­leigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 menn, þó að undanskildum leigubifreiðum, skal vera sem hér segir:

  1. Fyrningargrunnur telst vera kaupverð bifreiðar eins og það er ákveðið við kaup leigusala (fjármögnunarleigufyrirtækis) á viðkomandi bifreið, að frádregnum áður fengnum fyrningum.
  2. Til frádráttar hjá leigutaka á rekstrarárinu 2013 telst 20% fyrning af fyrn­ingar­grunni skv. 1. tl. hér að framan, að viðbættum 6,8% vöxtum reiknuðum hlutfalls­lega miðað við upphaf eða lok leigutíma á árinu 2013. Vextir reiknast af fyrningar­grunni.
  3. Fyrning skv. 2. tölul. hér að framan er heimil að fullu rekstrarárið 2013, hvort sem leigutímabilið hefst eða því lýkur á því ári.

Reykjavík, 18. desember 2013.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

B deild - Útgáfud.: 27. desember 2013