Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 789/2009

Nr. 789/2009 3. september 2009
AUGLÝSING
um staðfestingu gjaldskrár Myndhöfundasjóðs Íslands - Myndstefs vegna endurbirtingar myndverka.

Hér með tilkynnist að menntamálaráðherra hefur staðfest meðfylgjandi gjaldskrá Mynd­höfunda­sjóðs Íslands - Myndstefs vegna opinberrar endurbirtingar myndverka sbr. 2. mgr. 25. gr. höfundalaga nr. 73/1972, með áorðnum breytingum, sbr. fylgiskjal með auglýsingu þessari. Gjaldskrá þessi var samþykkt á aðalfundi Myndstefs 29. maí árið 2009, sbr. samþykktir fyrir Myndhöfundasjóð Íslands - Myndstef nr. 422/1995. Tekið er fram að um viðmiðunargjaldskrá er að ræða og er heimilt að víkja frá gjaldskránni bæði til hækkunar og lækkunar.

Gjaldskrá þessi tekur gildi við birtingu auglýsingar þessarar og fellur þá jafnframt úr gildi gjaldskrá nr. 108/2001.

Menntamálaráðuneytinu, 3. september 2009.

Katrín Jakobsdóttir.

Baldur Guðlaugsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 22. september 2009