Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 78/2015

Nr. 78/2015 29. janúar 2015
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1188/2014, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis.

1. gr.

Í stað 2. málsl. 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Endur­greiðsla skal að lágmarki vera í samræmi við fjárhæðir og viðmið sem birt eru í fylgi­skjali með reglugerð þessari. Sama gildir ef vörusala á sama sölureikningi ber bæði 24% og 11% virðisaukaskatt.

2. gr.

Í stað orðanna „Endurgreiðslan skal ætíð ákvörðuð í hundruðum króna“ í A-lið fylgiskjals reglu­gerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef aðeins hluti vara á sölureikningi ber 24% virðisaukaskatt og sölufjárhæð þess hluta nemur minna en kr. 6.000 skal endurgreiða 13% af þeirri fjárhæð. Endurgreiðslan skal ætíð ákvörðuð í heilum fimm tugum króna.

3. gr.

Í stað orðanna „Endurgreiðslan skal ætíð ákvörðuð í hundruðum króna“ í B-lið fylgiskjals reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef aðeins hluti vara á sölureikningi ber 11% virðisaukaskatt og sölufjárhæð þess hluta nemur minna en kr. 6.000 skal endur­greiða 6% af þeirri fjárhæð. Endurgreiðslan skal ætíð ákvörðuð í heilum fimm tugum króna.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðis­auka­skatt, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 29. janúar 2015.

F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.

Benedikt S. Benediktsson.

B deild - Útgáfud.: 30. janúar 2015