Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1031/2020

Nr. 1031/2020 22. október 2020

AUGLÝSING
um samþykkt skipulagsmál í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem hér segir:

Leirvogstunguhverfi – Fossatunga 2-6 – 104-Íb.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að þriggja íbúða raðhús við Fossatungu verður að fjórum íbúðum, við bætist íbúð 4a. Heimilt er að byggja einnar hæðar raðhús á lóðinni. Breidd stakra íbúða breytist og ein íbúð verður án bílgeymslu. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.

Leirvogstunguhverfi – Fossatunga 9-15 – 104-Íb.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að fimm íbúða raðhús við Fossatungu verður að fjórum íbúðum, íbúð 15a er felld út. Íbúðir hafa innbyggða bílgeymslu. Stærðum útbygginga er breytt lítillega. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.

Ofangreindar deiliskipulagsbreytingar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

 

F.h. Mosfellsbæjar, 22. október 2020,

 Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 23. október 2020