Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 730/2018

Nr. 730/2018 9. júlí 2018

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014.

1. gr.

Lokamálsliður 2. mgr. 7. gr. samþykktarinnar fellur á brott.

2. gr.

Við 8. gr. samþykktarinnar bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr. og orðast svo:

Bæjarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta bæjarstjórnarfundi á undan.

3. gr.

Í stað síðustu tveggja málsliða e-liðar 15. gr. samþykktarinnar kemur: Bæjarstjórnarmaður skal flytja mál sitt úr ræðustól nema forseti leyfi annað.

4. gr.

6. mgr. 18. gr. samþykktarinnar fellur brott.

5. gr.

5. mgr. 19. gr. samþykktarinnar fellur brott.

6. gr.

Við 2. mgr. 20. gr. samþykktarinnar bætist: að svo miklu leyti sem lög heimila að slíkar upplýsingar séu teknar saman.

7. gr.

Við 22. gr. samþykktarinnar bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:

Missi bæjarstjórnarmaður kjörgengi skal hann víkja úr bæjarstjórn.

8. gr.

32. gr. samþykktarinnar orðast svo ásamt fyrirsögn:

Afgreiðsla beiðna um endurupptöku.

Beiðni um endurupptöku máls þar sem bæjarráð, fastanefnd eða starfsmaður hefur tekið fullnaðarákvörðun á grundvelli sérstakrar heimildar í samþykkt þessari, skal beina til bæjarráðs sem tekur afstöðu til beiðninnar.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. samþykktarinnar:

  1. Í stað orðanna „nefnd, ráði eða stjórn" í 2. mgr. kemur: fastanefnd.
  2. Í stað orðanna „öðrum aðilum" í 3. mgr. kemur: einstökum starfsmönnum.
  3. 5. mgr. orðast svo:
    Sá starfsmaður sem fengið hefur framselt vald til fullnaðarafgreiðslu skv. 3. mgr., eða þriðjungur fulltrúa ef um fastanefnd er að ræða, sbr. 2. mgr., getur ávallt óskað eftir því að bæjarstjórn, bæjarráð eða viðkomandi nefnd samkvæmt samþykkt þessari taki ákvörðun um erindi.
  4. Í stað orðsins „uppgefnum" í 6. mgr. kemur: uppfylltum.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. samþykktarinnar:

  1. Lokamálsliður 1. tölul. B-liðar fellur brott.
  2. Við B-lið bætist nýr töluliður sem verður 4. tölul. og orðast svo:
    Lýðræðis- og mannréttindanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann nefndarinnar. Nefndin fer með lýðræðismál og mannréttindamál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Jafnframt fer nefndin með jafnréttismál eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
  3. 5. tölul. (áður 4. tölul) B-liðar orðast svo:
    Menningar- og nýsköpunarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann nefndarinnar. Menningar- og nýsköpunarnefnd fer með menningar-, þróunar- og atvinnumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, sbr. bókasafnalög nr. 150/2012. Nefndin er bæjarstjórn til ráðuneytis um verndun gamalla húsa og fornra minja samkvæmt safnalögum nr. 140/2011 og lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Nefndin fer með vinabæjarsamskipti, málefni félagsheimilisins Hlégarðs, hefur umsjón með listaverkaeign bæjarins og fer með málefni Lista- og menningarsjóðs bæjarins. Þá annast nefndin viðurkenningar fyrir verkefni á sviði nýsköpunar og atvinnuþróunar.
  4. Í stað tilvísunar til laga nr. 44/1999 í 7. tölul. (áður 6. tölul.) B-liðar kemur tilvísun til laga nr. 60/2013.
  5. 9. tölul. (áður 8. tölul.) B-liðar fellur brott.
  6. Í stað „innanríkisráðuneytisins" í 1. tölul. C-liðar kemur: ráðuneytisins.

11. gr.

Í stað „Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs" í 7. mgr. 48. gr. samþykktarinnar kemur: Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.

12. gr.

Í samræmi við heimild 35. gr. samþykktarinnar bætast við samþykktina tveir viðaukar, viðauki I um embættisafgreiðslu skipulagsfulltrúa og viðauki II um embættisafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Viðaukarnir eru birtir með samþykkt þessari.

13. gr.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur sett skv. 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. júlí 2018.

F. h. r.
Hermann Sæmundsson.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Viðaukar.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 24. júlí 2018