Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 794/2021

Nr. 794/2021 16. júní 2021

REGLUR
um breytingar á reglum Háskólans á Akureyri um viðurlög við ritstuldi, nr. 757/2006.

1. gr.

1. töluliður 6. gr. reglnanna orðast svo:

Við Háskólann á Akureyri skal starfrækt siðanefnd sem fjallar um kærur vegna meintra tilvika um ritstuld. Formaður siðanefndar er skipaður af háskólaráði samkvæmt tilnefningu rektors. Félag háskólakennara á Akureyri og fulltrúar Félags prófessora sem starfa við Háskólann á Akureyri skipa hvort um sig einn nefndarmann. Þegar siðanefnd berst erindi sem kallar á sérstaka þekkingu getur hún óskað eftir því við rektor að skipaðir verði tveir fulltrúar að auki til þess að fjalla um erindið. Í umboði háskólaráðs skipar rektor þessa tvo fulltrúa að fengnum tilnefningum formanns nefndar­innar. Þegar um ræðir erindi sem snertir nemendur skal kalla til tvo fulltrúa sem stúdentaráð SHA tilnefnir.

 

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar voru í háskólaráði, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskólanum á Akureyri, 16. júní 2021.

 

Eyjólfur Guðmundsson rektor.


B deild - Útgáfud.: 6. júlí 2021