Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 54/2016

Nr. 54/2016 10. júní 2016

LÖG
um breyt­ingu á ýms­um lag­aákvæðum um skatta og gjöld (trygg­inga­gjald, sam­skött­un milli skattþrepa o.fl.).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: 

I. KAFLI

Breyt­ing á lög­um um trygg­inga­gjald, nr. 113/1990, með síðari breyt­ing­um.

1. gr. 

    Í stað „5,90%“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: 5,40%.

II. KAFLI

Breyt­ing á lög­um um tekju­skatt, nr. 90/2003, með síðari breyt­ing­um.

2. gr.

    2. mgr. 53. gr. a laganna fellur brott.

3. gr.

    Á eftir orðunum „skal fylgja undirritaður ársreikningur“ í 2. málsl. 1. mgr. 90. gr. laganna kemur: með sundurliðunum og skýringum.

III. KAFLI

Breyt­ing á lög­um um staðgreiðslu op­in­berra gjalda, nr. 45/1987,
með síðari breyt­ing­um.

4. gr.

    4. mgr. 11. gr. laganna fellur brott.

IV. KAFLI

Breyt­ing á lög­um um virðis­auka­skatt, nr. 50/1988, með síðari breyt­ing­um.

5. gr.

    Orðin ,,eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða XXX í lögunum falla brott.

6. gr.

    Á undan tollskrárnúmerunum 2204.1021–2204.1029 í h-lið viðauka við lögin kemur: 2203.0091–2203.0099.

V. KAFLI

Breyt­ing á lög­um um fjársýslu­skatt, nr. 165/2011.

7. gr.

    Á eftir 5. mgr. 10. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Gjalddagi ógreidds fjársýsluskatts og fjársýsluskatts sem undanþeginn er staðgreiðslu er 1. nóvember ár hvert og eindagi mánuði síðar.

VI. KAFLI

Breyt­ing á tolla­lög­um, nr. 88/2005, með síðari breyt­ing­um.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 104. gr. laganna:

  1. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Óheimilt er að bjóða öðrum vörur verslunar­innar til sölu.
  2. Á eftir orðunum „skv. 2. mgr.“ í 3. mgr. kemur: þar á meðal áfengi og tóbak.

VII. KAFLI

Breyt­ing á lög­um um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995,
með síðari breyt­ing­um.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:

  1. 5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Af samtals 6 einingum af sterku áfengi, léttvíni og/eða öli sem ferðamenn hafa meðferðis til landsins.
  2. 6. tölul. 1. mgr. orðast svo: Af samtals 11 einingum af sterku áfengi, léttvíni og/eða öli sem skipverjar á íslenskum skipum eða skipum í leigu íslenskra aðila hafa meðferðis eftir að hafa verið 15 daga eða lengur í ferð. Af samtals 6 einingum af sterku áfengi, léttvíni og/eða öli hafi ferð varað skemur en 15 daga. Skipstjóra, yfirstýrimanni, yfirvélstjóra og bryta, svo og matsveinum á farþega- og vöruflutningaskipum, er jafnframt heimilt að taka gjaldfrjálst aukalega til risnu um borð jafnstóran skammt og þeir mega hafa gjaldfrjálst samkvæmt þessum lið.
  3. 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Af samtals 5 einingum af sterku áfengi, léttvíni og/eða öli sem flugverjar, þ.m.t. flugverjar í aukaáhöfn, hafa meðferðis, eftir að hafa verið 15 daga eða lengur í ferð. Af samtals 3 einingum af sterku áfengi, léttvíni og/eða öli hafi ferð varað skemur en 15 daga.
  4. 2. mgr. orðast svo:
        Með einingu skv. 5.–7. tölul. 1. mgr. er átt við:
    1. Hverja 0,25 lítra af sterku áfengi, þ.e. áfengi sem í er meira en 21% af vínanda að rúmmáli.
    2. Hverja 0,75 lítra af léttvíni, þ.e. áfengi annað en öl sem í er 21% eða minna af vínanda að rúmmáli.
    3. Hverja 3 lítra af öli, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 3. gr.
    4. Hverja 3 lítra af gosvíni, gerjaðri drykkjarvöru eða blöndu gerjaðra drykkjarvara og óáfengra drykkja sem flokkast undir vöruliði 2206 og 2208 enda sé varan að hámarki 6% að styrkleika.

10. gr.

    Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:

    Ákvæði 1. gr. öðlast gildi og kemur til framkvæmda 1. júlí 2016.
    Ákvæði 2.–4. og 7.–9. gr. öðlast gildi og koma til framkvæmda nú þegar.
    Ákvæði 5. og 6. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2016.

Gjört á Bessastöðum, 10. júní 2016.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 16. júní 2016