Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1543/2023

Nr. 1543/2023 15. desember 2023

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu í Fjallabyggð.

1. gr.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar er heimilt að leggja á sorphirðugjald til að standa undir kostnaði bæjarins af sorphirðu og sorpeyðingu samkvæmt samþykkt nr. 84/2010 um meðhöndlun úrgangs í Fjalla­byggð.

 

2. gr.

Sorphirðugjald skal lagt á allar íbúðir sem virtar eru fasteignamati. Gjalddagar sorp­hirðu­gjalds eru hinir sömu og gjalddagar fasteignagjalda.

 

3. gr.

Sorphirðugjöld greiðast árlega sem hér greinir:

Íbúðarhúsnæði 73.100 kr. í sorphirðugjald
Frístundahús (á skipulögðum frístundasvæðum) 36.550 kr. í sorphirðugjald

Innifalið í sorphirðugjaldi er eitt grátt sorpílát fyrir óflokkað sorp, eitt grænt sorpílát fyrir endurvinnanlegt sorp, eitt brúnt sorpílát fyrir lífrænan úrgang sem og sorphreinsun og sorpeyðing vegna þess.

 

4. gr.

Fyrirkomulag móttöku á endurvinnslustöð í Fjallabyggð er sem hér segir:

Í upphafi árs er úthlutað einu klippikorti á íbúð (16 klipp, 4 m³) og sumarhús (8 klipp, 2 m³) sem afhent eru í þjónustuveri Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði. Notendur þurfa að framvísa klippi­kortinu til að komast inn á endurvinnslustöðvar í Fjallabyggð. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort.

Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Skilt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á endurvinnslustöðina hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan varning er að ræða.

Hvert klipp er fyrir 0,25 m³ sem samsvarar 240 l heimilistunnu. Ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á kr. 13.840.

Rekstraraðilar geta keypt klippikort í þjónustuveri Ráðhússins á Siglufirði á kr. 33.660 sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25 m³ eða samtals 4 m³.

Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald frá íbúðum og sumar­húsum, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.

 

5. gr.

Gjaldskrá þessi, sem er samþykkt af bæjarstjórn Fjallabyggðar, er staðfest samkvæmt heimild í 8. gr. samþykktar um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000, samkvæmt ákvæð­um 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast gildi 1. janúar 2024. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1509/2022 fyrir sorphirðu í Fjallabyggð.

Samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 14. desember 2023.

 

Fjallabyggð, 15. desember 2023.

 

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 28. desember 2023