Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 368/2016

Nr. 368/2016 19. apríl 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr.:

  1. Síðasti málsliður 1. mgr. fellur brott.
  2. Á eftir 3. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
      Stundakennarar við Háskóla Íslands sinna kennslu og námsmati í samræmi við reglur Háskólans og viðkomandi deildar þar um. Skal stundakennsla ekki vera aðalstarf og starfs­hlutfall stundakennara að hámarki 49%. Gera skal skriflegt samkomulag um ráðningu og ráðn­ingar­kjör stundakennara sem og kennslu og námsmat í upphafi misseris og til misseris í senn. Settar skulu verklagsreglur um almennt hæfi stundakennara við Háskóla Íslands og ferli við ráðningu þeirra, sem forseti fræðasviðs taki mið af við framkvæmd ráðn­ingar.

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 19. apríl 2016.

Jón Atli Benediktsson.

Halldór Jónsson.


B deild - Útgáfud.: 4. maí 2016