Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 258/2020

Nr. 258/2020 26. mars 2020

AUGLÝSING
um (2.) breytingu á gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu sérgreinalækna sem ekki hefur verið samið um, nr. 1257/2018.

1. gr.

Eftirfarandi ákvæði bætast við fylgiskjal með gjaldskránni:

  Eftirfarandi gjaldskrárbreyting er gerð til reynslu og verður enduskoðuð að ákveðnum tíma liðnum.  
     
Gj. nr. Heiti gjaldliðar Ein.
Breyting á gjaldlið    
FT-001-01 Rafræn samskipti I 5,0
Nýir gjaldliðir    
FT-001-02 Rafræn samskipti II, vara að lámarki í 10 mín. 10,0
FT-001-03 Rafræn samskipti III, vara að lámarki í 20 mín. 20,0
FT-002-01 Fjarlækning I, samskipti vara í að lágmarki 15 mín. 15,0
FT-002-02 Fjarlækning II, samskipti vara í að lágmarki 30 mín. 30,0
FT-002-03 Fjarlækning III, samskipti vara í að lágmarki 45 mín. 44,0
  Ekki er heimilt að nota fleiri en einn ofangreindra gjaldliða sama dag, pr. sjúkling.  
     
Rafræn samskipti og fjarlækningar er heimilt að nota að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Að notaður sé samskiptabúnaður sem viðurkenndur er af embætti landlæknis.
Áður en fjarþjónusta er veitt skv. gjaldská þessari skal þjónustuveitandi senda SÍ staðfestingu á að hann uppfylli skilyrði EL um veitingu fjarheilbrigðisþjónustu, sbr. fyrirmæli landlæknis um upplýsingaöryggi við veitingu fjar­heilbrigðisþjónustu.
Rafræn samskipti og fjarlækningar eru ávallt að beiðni sjúklings, fulltrúa hans eða skv. tilvísun frá heilbrigðis­starfsmanni.
Fyrstu samskipti læknis við nýjan sjúkling geta EKKI verið á formi rafrænna samskipta eða fjarlækninga.
Áður en þjónusta er veitt skal sjúklingi gerð grein fyrir kostnaði við þjónustuna.
Á reikningi vegna þjónustu skal tilgreina gjaldlið og tímalengd hans.
Samskipti skulu skráð í tímabók (dagbók) læknis og færð í sjúkraskrá. Tímalengd símtals/myndsamtals liggur til grundvallar tímamælinga sem samskiptabúnaðurinn skráir sjálfkrafa.
SÍ geta hvenær sem er kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum frá sérgreinalæknum sem nýta ofangreinda gjaldliði til staðfestinga á að innheimt samskipti hafi átt sér stað og að form þeirra og tímalengd hafi verið samkvæmt þeim gjaldlið sem innheimt var eftir. Þær upplýsingar skulu veittar innan 14 daga, á rafrænu og reikningshæfu (com­put­able) formi svo sem í Excel. Tekið skal fram að skjáskot, textaskjöl og þess háttar falla ekki undir reikningshæf gögn.
Rafræn samskipti eða fjarlækningar koma ekki í stað þess símtals sem er innifalið í gjaldliðnum viðtali og skoðun og á sér stað innan þriggja mánaða frá komu, sbr. skilgreiningu í gjaldskrá þessari.
Ofangreindir gjaldliðir eiga ekki við þegar um tímabókanir/afbókanir er að ræða.
     
Rafræn samskipti I  
Rafræn samskipti að beiðni sjúklings. Tímalengd samskipta undir 10 mín.
     
Rafræn samskipti II  
Rafræn samskipti að beiðni sjúklings. Tímalengd samskipta 10 til 20 mín.
     
Rafræn samskipti III  
Rafræn samskipti að beiðni sjúklings. Hér getur læknirinn að jafnaði ekki svarað án þess að kanna sjúkraskrár­færslur, niðurstöður rannsókna eða myndgreininga eða sambærilegt, setja sig inn í mál og finna úrlausn. Tímalengd samskipta að lágmarki 20 mín.
     
Fjarlækning I  
Fjarlækning – með myndsendingum. Kemur í stað viðtals á stofu og felur í sér sömu/svipaða þætti. Oft sendir sjúklingur upplýsingar s.s. lífsmörk, hita, púls, blóðþrýsting, gögn úr snjallúri, myndir eða sambærilegt. Viðtalið krefst að jafnaði ítarlegrar yfirferðar einkenna sjúklings. Getur verið eftirfylgni, greining eða meðferð. Getur verið gert í lotu, innifalið er símtal til eftirfylgni. Eingöngu fyrir sjúklinga búsetta utan starfssvæðis læknis, eða sjúkling sem á erfitt með að koma á læknastofu af öðrum ástæðum.
     
Fjarlækning II  
Fjarlækning – með myndsendingum. Kemur í stað viðtals á stofu og felur í sér sömu/svipaða þætti. Oft sendir sjúklingur upplýsingar s.s. lífsmörk, hita, púls, blóðþrýsting, gögn úr snjallúri, myndir eða sambærilegt. Viðtalið krefst að jafnaði ítarlegrar yfirferðar einkenna sjúklings. Getur verið eftirfylgni, greining eða meðferð. Getur verið gert í lotu, innifalið er símtal til eftirfylgni. Eingöngu fyrir sjúklinga búsetta utan starfssvæðis læknis, eða sjúkling sem á erfitt með að koma á læknastofu af öðrum ástæðum.
     
Fjarlækning III  
Fjarlækning – með myndsendingum og skv. tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni. Úrlausn felur í sér talsverða vinnu svo sem beiðnaskrif, ífyllingu kvarða eða gagnaöflun, lestur nýlegra eða eldri sjúkraskrárfærslna eða lækna­bréfa og rannsókna. Mat á og viðbrögð við gögnum svo sem ítarlegum einkennalýsingum, blóðprufum, mynd­greiningu, gagna úr insúlíndælu o.fl. eða þegar úrlausn gæti krafist samráðs við aðra lækna, heilbrigðisstéttir, stofn­anir eða fulltrúa félagsmála. Tilvísanir í rannsóknir eða til annarra sem síðar þarf að fylgja eftir. Getur verið gert í lotu, innifalið er símtal til eftirfylgni. Gjaldliðurinn tekur einnig til geðlækninga og skal þjónustan vera sambærileg þjónustu skv. gjaldlið 54-004-01. Eingöngu fyrir sjúklinga búsetta utan starfssvæðis læknis, eða sjúkling sem á erfitt með að koma á læknastofu af öðrum ástæðum.

 

2. gr.

Auglýsing þessi um breytingu á gjaldskrá, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og reglugerð nr. 1255/2018, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Sjúkratryggingum Íslands, 26. mars 2020.

 

María Heimisdóttir.

Katrín E. Hjörleifsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 26. mars 2020