Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1353/2018

Nr. 1353/2018 27. desember 2018

GJALDSKRÁ
fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Borgarbyggð.

1. gr.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar er heimilt að leggja á sérstakt sorpgjald vegna söfnunar, förgunar, móttöku og flokkunar á sorpi í sveitarfélaginu samkvæmt 7. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð nr. 295/2007 og 11.gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.

2. gr.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að sorpgjald á hvert heimili verði kr. 47.200 og sorp­gjald á hvert frístundahús verði kr. 20.800.

Íbúar geta óskað eftir að fá fleiri sorpílát að heimilum sínum og greiða þá fyrir sorpílát fyrir almennan úrgang 27.060 kr. og fyrir sorpílát fyrir endurvinnsluúrgang 16.390 kr.

Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignagjöldum.

Heimilt er að veita 50% afslátt af sorpgjaldi vegna heimila í sveitarfélaginu, ef húsnæðið er nýtt til tímabundinnar dvalar, án fastrar búsetu.

3. gr.

Gjaldskrá vegna móttöku- og flokkunarstöðvar í Borgarnesi (gámastöðvar) skal vera með eftir­far­andi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjaldskrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í sam­ræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðangreint verð miðast við grunnvísitölu í desember 2018:

Brotamálmar kr.   2.970 pr. m³
Brotamálmar kr.        11,30 pr. kg
Farartæki (losun á olíu, eldsneyti og kælivökva) kr. 12.430 pr. stk.
Timbur (ómengað og hæft í kurlun) kr.   1.530 pr. m³
Timbur (blandað, mengað eða óhæft í kurlun) kr.   2.967 pr. m³
Gler og postulín kr.   1.532 pr. m³
Garðaúrgangur kr.   1.532 pr. m³
Jarðvegur, grjót og múrbrot kr.   1.532 pr. m³
Pappír (ekki bylgjupappi) kr.   3.797 pr. m³
Ópressanlegur úrgangur s.s. húsgögn kr.   2.046 pr. m³
Blandaður pressanlegur úrgangur kr.   4.098 pr. m³

Í ofangreindri gjaldskrá er reiknað með að komið sé með flokkað sorp á gámastöðina. Ef ekki er forflokkað leggst 20% álag ofan á ofangreint verð.

Atvinnurekandi skal ávallt kvitta undir hjá starfsmanni gámastöðvarinnar vegna móttöku hans á úrganginum á þar til gert eyðublað í þríriti. Borgarbyggð sendir síðan innheimtuseðil á viðkomandi atvinnurekanda.

Íbúar sveitarfélagsins geta komið með allt að 8 rúmmetrum af úrgangi frá heimilum á ári, á gáma­stöðina í Borgarnesi, án þess að þurfa að greiða fyrir.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar getur ákveðið að gefa út klippikort með eða án afsláttar vegna gjald­heimtu á ofangreindri þjónustu.

Tekið er á móti ýmsum úrgangi s.s. spilliefnum, rafeindabúnaði/raftækjum, bylgjupappa, hjól­börð­um, rúlluplasti, sparperum, flúrperum og fatnaði án endurgjalds.

4. gr.

Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urð­unarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjald­skrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðan­greint verð miðast við grunnvísitölu í desember 2018:

Timbur (ómengað og hæft í kurlun) kr.   1.100 pr. m³
Garðaúrgangur kr.   1.320 pr. m³
Jarðvegur kr.   1.320 pr. m³
Grjót og múrbrot kr.   2.200 pr. m³
Hrossatað kr.      880 pr. m³

Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað. Urð­unar­staðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.

5. gr.

Gjaldskrá þessi sem er samþykkt af sveitarstjórn Borgarbyggðar staðfestist hér með samkvæmt ákvæðum 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að öðlast þegar gildi.

Með gjaldskrá þessari fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1296/2017.

Borgarnesi, 27. desember 2018.

Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 18. janúar 2019