Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 593/2020

Nr. 593/2020 3. júní 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 471/2014 um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða (þ.m.t. um hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulags milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags).

1. gr.

Orðin „fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði“ í 1. mgr. 1. gr., iii-lið a-liðar 1. mgr. og b-lið 4. mgr. 12. gr., 5. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 46. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

2. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

3. gr.

Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 37. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður svohljóðandi: Rekstrar­félag skal ekki reiða sig einungis eða kerfisbundið á lánshæfismöt lánshæfismats­fyrirtækja við mat á lánshæfi eigna hvers sjóðs.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 64. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 3. júní 2020.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Elísabet Júlíusdóttir.


B deild - Útgáfud.: 18. júní 2020