Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 855/2016

Nr. 855/2016 14. október 2016

AUGLÝSING
um breytingu á auglýsingu nr. 825/2016 um mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016 (mörk kjördæma í Grafarholti).

Landskjörstjórn gerir kunnugt: að lokamálsliður 2. mgr. auglýsingar um mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016, skuli hljóða þannig:

Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar eru mörkin dregin eftir miðlínu Hólms­heiðar­vegar allt til móts við Haukdælabraut 66 (ISN93 hnit: 367088, 405485) og þaðan skal dregin bein lína að borgarmörkum (ISN93 hnit 369097, 405485).

Uppdráttur sem sýnir mörk kjördæmanna frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Reykjavík, 14. október 2016.

Landskjörstjórn,

Kristín Edwald formaður.

  Sigrún Benediktsdóttir. Gunnar Sturluson.
  Hrafnhildur Stefánsdóttir. Sigurjón Unnar Sveinsson. 

Þórhallur Vilhjálmsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 14. október 2016