Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 319/2022

Nr. 319/2022 15. mars 2022

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað.

1. gr.

33. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Þróunarverkefni í nautgriparækt og sauðfjárrækt.

Þróunarfjármunum er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í naut­gripa­rækt og sauðfjárrækt. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári og er styrkjum úthlutað eftir umsóknum og í samræmi við reglugerð þessa.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

 

Matvælaráðuneytinu, 15. mars 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Kristín Ösp Jónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 17. mars 2022