Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1732/2022

Nr. 1732/2022 7. desember 2022

GJALDSKRÁ
vegna meðhöndlunar úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

1. gr.

Heimild.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Hún er í samræmi við sam­þykkt nr. 498/2010 um meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

2. gr.

Meðhöndlun úrgangs við íbúðarhúsnæði.

Innheimta skal gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs við allt íbúðarhúsnæði í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi samkvæmt eftirfarandi álagsgrunni. Gjald miðast við grunneiningu íláta fyrir með­höndlun úrgangs frá heimilum skv. samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverja­hreppi, stærð þeirra íláta og losunartíðni hjá viðkomandi íbúðarhúsnæði.

Stærð grunneiningar er 240 l grátunna fyrir óflokkaðan úrgang, 660 l græntunna fyrir pappír, 240 l svarttunna fyrir plast og 120/240 l brúntunna fyrir lífúrgang.

Gjaldið skal innheimt með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.

  Gjald á grunneiningu við íbúðarhúsnæði   59.800 kr.

Stækkun á tunnum til viðbótar við grunneiningargjald.

  Blandaður úrgangur úr 240 l í 660 l tunnu 47.900 kr.
  Blandaður úrgangur úr 240 l í 1.100 l tunnu 76.900 kr.
  Pappír úr 600 l í 1.100 l tunnu 8.900 kr.
  Auka plasttunna 8.900 kr.

Söfnunartíðni:

  Grátunna: Söfnun á 8 vikna fresti.
  Græntunna: Söfnun á 8 vikna fresti.
  Svarttunna: Söfnun á 8 vikna fresti.
  Brúntunna: Söfnun á 8 vikna fresti.

 

3. gr.

Meðhöndlun úrgangs við frístundahúsnæði.

Innheimta skal gjald fyrir meðhöndlun úrgangs af öllu frístundahúsnæði í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi. Gjaldið skal vera í samræmi við áætlað magn úrgangs, annars en garðaúrgangs, timburs og spilliefna, sem til fellur hjá viðkomandi húsnæði á ári ásamt umsýslukostnaði vegna þess.

  Frístundahúsnæði 26.900 kr.

 

4. gr.

Gjald fyrir meðhöndlun á dýrahræum.

Sorpeyðingargjald vegna dýrahræja er lagt á alla aðila með búrekstur.

  Gjaldflokkur 1 (mikil notkun) 160.000 kr.
  Gjaldflokkur 2 60.000 kr.
  Gjaldflokkur 3 (örbú) 18.000 kr.

Skilgreiningar á gjaldflokkum:

Gjaldflokkur 1:

  1. Öll kúabú með yfir 300.000 l greiðslumark
  2. Kúabú með umtalsverða aðra starfsemi t.d. með fleiri en 100 fjár.
  3. Sauðfjárbú með yfir 1.000 fjár.
  4. Svínabú með yfir 600 gripi.

Gjaldflokkur 2:

Stærð búa sem ekki falla undir gjaldflokk 1 eða örbú.
Örbú:
Öll bú eða aðilar sem eru með undir 50 hross og 50 fjár og ljóst er að landbúnaður er auka­búgrein en ekki í raun atvinna viðkomandi.

Undanþágur og afslættir:

Eldri borgarar geta sótt um afslátt af gjaldi minni búa. Á það einungis við um bú sem rekin eru á kennitölu viðkomandi eldri borgara. Veittur er þá 40% afsláttur af gjaldi, 60.000 kr. fara þá niður í 36.000 kr.
Ef bú getur sýnt fram á að það sjái sjálft um löglega afsetningu sinna hræja er hægt að fá gjaldið fellt niður.
Hægt er að sækja um 40% afslátt af gjaldi ef sýnt er fram á að velta tengd dýrahaldi sé undir 5 milljónum, fer gjald þá úr 60.000 kr. í 36.000 kr.
Aðilar með búrekstur og ársveltu undir 5 m.kr. geta sótt um 40% afslátt af gjaldi fyrir dýra­hræ.

 

5. gr.

Gjaldskrá móttökustöðvar.

Allur úrgangur á móttökustöð sveitarfélagsins er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Heimili, frístundahúsnæði, fyrirtæki, lögbýli og frístundahúsafélög sem afsetja úrgang á móttökustöð eða nýta þjónustu verktaka vegna hirðingar og eyðingar úrgangs vegna atvinnureksturs skulu greiða móttökugjald á móttökustað eða verktaka fyrir þá þjónustu. Gjaldtaka á móttökustað eða gjaldtaka þjónustuverktaka er ekki hluti af gjaldi sveitar­félagsins skv. 2. og. 3. gr. gjaldskrár þessarar.

Á móttökustöðvum sveitarfélagsins er tekið á móti almennum úrgangi, grófum úrgangi, málm­um, pappa, plasti, brotajárni, gleri, ólituðu og lituðu timbri, garðaúrgangi auk spilliefna, raftækja og öðru sem telst úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum.

Gjaldtaka á móttökustað miðast við m³ þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjald­skyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Um gjaldskyldu og flokka úrgangs gildir gjaldskrá fyrir móttökustöðvar Skeiða- og Gnúpverja­hrepps.

Móttökugjald á 0,25 m³ af óflokkuðum úrgangi er 4.600 kr.

Móttökugjald á 0,25 m³ af grófum úrgangi er 4.600 kr.

Móttökugjald á 0,25 m³ af lituðu timbri 3.500 kr.

Móttökugjald á 0,25 m³ af ólituðu timbri 2.500 kr.

Móttökugjald á 0,25 m³ af gleri 4.000 kr.

 

6. gr.

Gjalddagar.

Gjalddagi gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs frá heimilum skulu vera þeir sömu og fast­eigna­skatts og skal innheimtu gjaldanna hagað á sama hátt.

Gjalddagi gjalds vegna meðhöndlunar á dýrahræjum er í október ár hvert.

Fyrir móttöku úrgangs á móttökustöð sveitarfélagsins skal greiða í samræmi við gildandi gjaldskrá móttökustövarinnar.

 

7. gr.

Innheimta.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari bera dráttarvexti frá gjalddaga skv. ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

 

8. gr.

Samþykki og staðfesting.

Gjaldskrá þessi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 7. desember 2022. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nr. 1711/2021.

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 7. desember 2022.

 

Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 19. janúar 2023