Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 334/2018

Nr. 334/2018 22. mars 2018

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 695/2010 um almannaflug þyrlna.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til alls almannaflugs með íslenskum og erlendum þyrlum sem fljúga um íslenska lofthelgi, sem ekki falla undir kröfur reglugerðar (EB) nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Reglugerðin tekur einnig til almannaflugs íslenskra þyrlna í millilandaflugi, sem ekki falla undir kröfur reglugerðar (EB) nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum og reglum þeirra ríkja sem flogið er um.

 

2. gr.

Á eftir orðinu, „Flugstjóri" í lið 1.1.4 í I. viðauka við reglugerðina bætist við:

eða aðrir sem tilkynningarskylda hvílir á

 

3. gr.

Liður 4.8 Neyðarsendir (ELT) í I. viðauka við reglugerðina orðast svo:

4.8 Neyðarsendir.

a) Þyrlur, sem hafa skráðan hámarksfjölda í sætafyrirkomulagi fyrir sex eða fleiri, skulu búnar:

1) sjálfvirkum neyðarsendi, og
2) einum neyðarsendi fyrir þá sem komast af (ELT(S)) í björgunarbát eða björgunarvesti, þegar þyrlunni er flogið í fjarlægð frá landi en sem svarar meira en þriggja mínútna flugi á eðlilegum farflugshraða.

b) Þyrlur, sem hafa skráðan hámarksfjölda í sætafyrirkomulagi fyrir sex eða færri skulu búnar neyðarsendi fyrir þá sem komast af (ELT(S)) eða neyðarsendi fyrir einstaklinga (PLB) sem flugverji eða farþegi ber.

c) Neyðarsendar af hvaða gerð sem er og neyðarsendar fyrir einstaklinga (PLB) skulu geta sent út samtímis á 121,5 MHz og 406 MHz tíðni.

 

4. gr.

Liður 6.1 Gildissvið í I. viðauka, við reglugerðina fellur brott.

 

5. gr.

Liður 6.2.1 d) í I. viðauka við reglugerðina breytist þannig að orðið „samþykkta" fellur brott.

Liður 6.2.5 í I. viðauka fellur brott.

 

6. gr.

Liður 6.3 b) í I. viðauka við reglugerðina orðast svo:

b) lagfæra samkvæmt viðhaldsgögnum, hvers kyns bilanir og skemmdir sem hafa áhrif á öryggi í starfrækslu. Fyrir allar stórar þyrlur skal hafa hliðsjón af listanum yfir lágmarksbúnað og listanum yfir leyfð frávik í ytri búnaði loftfars fyrir flug, ef við á, fyrir viðkomandi tegund þyrlu.

Liður 6.3 c) í I. viðauka við reglugerðina breytist þannig að orðið „samþykkta" fellur brott.

 

7. gr.

Liður 6.4 Viðhaldsáætlun í I. viðauka við reglugerðina orðast svo:

6.4 Viðhaldsáætlun.

a) Skipuleggja skal viðhald þyrlu í samræmi við viðhaldsáætlun hennar.

b) Viðhaldsáætlunin og síðari breytingar á henni skulu hljóta samþykki Samgöngustofu, nema skilyrði d) liðar séu uppfyllt.

c) Viðhaldsáætlun þyrlu skal uppfylla kröfur um viðhaldsáætlun sem á við þá tilteknu þyrlu, eins og kveðið er á um í Evrópureglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði, ásamt síðari breytingum.

d) Að því er varðar mjög léttar þyrilvængjur (e. Very Light Rotorcraft) með hámarksflugtaksmassa (MTOM) sem er 600 kg eða minni og flokkast ekki sem flókið loftfar sbr. reglugerð (EB) nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, er heimilt að útbúa viðhaldsáætlun með undirritaðri yfirlýsingu. Með slíkri yfirlýsingu lýsir eigandinn því yfir að um sé að ræða viðhaldsáætlun fyrir tiltekna skrásetningu þyrlu og að hann beri fulla ábyrgð á innihaldi áætlunarinnar, einkum hvers konar frávikum sem innleidd eru með hliðsjón af tilmælum handhafa samþykkis fyrir hönnun viðgerðar. Skal viðhaldsáætlunin uppfylla kröfur um viðhaldsáætlun sem á við þá tilteknu þyrlu, eins og kveðið er á um í Evrópureglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði, ásamt síðari breytingum. Samgöngustofa skal útfæra sniðmát til þess að uppfylla þetta ákvæði.

e) Umráðandi þyrlu skal endurskoða viðhaldsáætlun árlega hið minnsta.

8. gr.

Við lið 6.6 í I. viðauka við reglugerðina bætist eftirfarandi málsgrein:

Samgöngustofa sker úr í vafaatriðum.

9. gr.

1. mgr. e) liðar 6.7 í I. viðauka við reglugerðina orðast svo:

Auk opinbers viðhaldsvottorðs, skal færa eftirfarandi upplýsingar, sem eiga við um alla ísetta íhluti (hreyfil, loftskrúfu, hreyfilhluta eða íhlut með tiltekinn endingartíma), inn í viðeigandi viðhaldsskrár hreyfils eða loftskrúfu eða í spjaldskrá hreyfilhluta eða íhluta með tiltekinn endingartíma:

2. töluliður e) liðar 6.7 orðast svo:

2) tegund, raðnúmer og skráningarmerki þyrlunnar, hreyfilsins, loftskrúfunnar, hreyfilhlutans, eða íhlutarins með tiltekinn endingartíma sem tiltekinn íhlutur sem settur er í hefur, ásamt tilvísun í ísetningu og úrtöku íhlutarins

3. töluliður e) liðar 6.7 orðast svo:

3) dagsetning ásamt uppsöfnuðum heildarflugtíma og/eða notkunarskiptum í flugi og/eða lendingum og/eða almanaksdögum tiltekins íhlutar, eftir því sem við á, og

10. gr.

h) liður 6.7 í I. viðauka við reglugerðina orðast svo:

h) Rekstraraðili þyrlu skal sjá um að komið sé upp kerfi þar sem eftirfarandi er skráð og geymt svo lengi sem hér segir:

1. allar sundurliðaðar viðhaldsskrár yfir loftfarið og íhluti með tiltekinn endingartíma sem settir eru í það, þar til nýjar upplýsingar, sem eru sambærilegar að því er varðar umfang og nákvæmni, hafa komið í stað upplýsinganna sem þar er að finna en eigi skemur en í 36 mánuði eftir að viðhaldsvottorð hefur verið gefið út fyrir loftfarið eða íhlutinn og
2. heildartími notkunar loftfarsins og allra íhluta með tiltekinn endingartíma (klukkustundir, almanaksdagar, notkunarskipti og lendingar), í a.m.k. 12 mánuði eftir að loftfarið eða íhluturinn er endanlega tekinn úr umferð og
3. notkunartími (klukkustundir, almanaksdagar, notkunarskipti og lendingar) eftir því sem við á, frá síðasta reglubundna viðhaldi íhlutar með tiltekinn endingartíma, a.m.k. þar til farið hefur fram nýtt, áætlað viðhald á íhlutnum, jafn umfangsmikið og nákvæmt og hið fyrra og
4. gildandi staða samræmis við viðhaldsáætlun þannig að staðfesting fáist á því að samþykktri viðhaldsáætlun loftfara hafi verið framfylgt, a.m.k. þar til farið hefur fram nýtt reglubundið viðhald á loftfarinu eða íhlutnum, jafn umfangsmikið og nákvæmt og hið fyrra og
5. gildandi staða lofthæfifyrirmæla er varða loftfarið og íhlutina, í a.m.k. 12 mánuði eftir að loftfarið eða íhluturinn er endanlega tekinn úr umferð og
6. ítarleg lýsing á nýjustu breytingum og viðgerðum sem hafa farið fram á loftfari, hreyflum, loftskrúfum og öllum öðrum íhlutum sem eru nauðsynlegir vegna flugöryggis, í a.m.k. 12 mánuði eftir að þeir eru endanlega teknir úr umferð.

11. gr.

Liður 6.8 b) í I. viðauka við reglugerðina fellur brott.

 

12. gr.

Liður 6.10 í I. viðauka við reglugerðina breytist þannig:

Við a) lið bætist eftirfarandi málsgrein:

Enn fremur skal fara fram sérstök skoðun að loknum öllum viðhaldsverkefnum sem tengjast flugöryggi nema annað sé tekið fram eða samþykkt af Samgöngustofu.

Á eftir d) lið bætast við eftirfarandi liðir:

e) Ef um er að ræða slæmt veður eða langvarandi viðhald skal nota viðeigandi aðstöðu

f) Framkvæma skal allt viðhald innan takmarkana sem varða umhverfið og eru tilgreindar í viðhaldsgögnunum í grein 6.9.

13. gr.

Við lið 6.11 í I. viðauka við reglugerðina bætast eftirfarandi liðir, auk þess sem bókstafurinn a) bætist framan við gildandi málsgrein:

b) Einungis viðurkenndir viðhaldsvottar geta ákvarðað, á grundvelli viðhaldsgagna samkvæmt grein 6.9, hvort bilun í loftfari stofni flugöryggi í hættu og þar með ákvarðað hvaða lagfæringar skuli gera fyrir frekara flug og hvenær og hvaða lagfæringum megi slá á frest. Þó gildir þetta ekki þegar:

1) flugmaðurinn notar listann yfir lágmarksbúnað sem Samgöngustofa hefur gefið fyrirmæli um eða
2) Samgöngustofa skilgreinir bilanir í loftfarinu sem þolanlegar.

c) Lagfæra skal allar bilanir í loftfari, sem stofna ekki flugöryggi í hættu, eins fljótt og gerlegt er eftir að bilunarinnar í loftfarinu verður fyrst vart og innan þeirra tímamarka sem tilgreind eru í viðhaldsgögnunum.

d) Allar bilanir, sem eru ekki lagfærðar fyrir flug, skal skrá í viðhaldsskrár loftfars samkvæmt grein 6.7 eða tækniflugbók eftir því sem við á.

14. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 22. mars 2018.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 28. mars 2018