Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 957/2018

Nr. 957/2018 31. október 2018

AUGLÝSING
um samþykkt breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem hér segir:

Desjamýri.
Breytingin felst í eftirfarandi:

Stækkun deiliskipulagssvæðisins til austurs, svæðið var fyrir breytingu 8,7 ha, en verður eftir breytingu 11,7 ha. Lóðum fjölgar úr tíu í fjórtán.
Aðkoma að væntanlegu íbúðarhverfi í Lágafelli færist til austurs.
Lóðir meðfram Skarhólabraut stækka um 10 m til suðurs.
Á lóð nr. 9 verður heimilt að byggja geymsluhúsnæði (E) til viðbótar við atvinnuhúsnæði (C) og í skilmála bætist við húsgerð (E). Hámarksstærð byggingar er 570 m², hámarkshæð er 5 m.

Ofangreind breyting á deiliskipulagi hefur hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 31.október 2018,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 1. nóvember 2018