Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 854/2016

Nr. 854/2016 12. október 2016

REGLUGERÐ
um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra.

1. gr.

Efni og gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um flugumferðarstjóranema og flugumferðarstjóra sem sinna verkefnum sínum innan gildissviðs reglugerðar (EB) nr. 216/2008, sem og einstaklinga og fyrirtæki sem taka þátt í útgáfu skírteina, þjálfun, prófun, eftirliti og heilbrigðisskoðun og -mati umsækjenda í sam­ræmi við þessa reglugerð.

2. gr.

Lögbært yfirvald.

Samgöngustofa er lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari.

3. gr.

Gildistaka reglugerðar (ESB) 2015/340.

Með reglugerð þessari öðlast gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/340 frá 20. febrúar 2015 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða skírteini flugumferðarstjóra og vottorð samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, um breytingu á fram­kvæmdar­reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 923/2012 og um niðurfellingu reglu­gerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 805/2011. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 44, dags. 18. ágúst 2016, bls. 498, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 125/2016 frá 3. júní 2016.

4. gr.

Aldursákvæði.

Aldurshámark skírteinishafa skal vera 63 ár, sbr. 73. gr. laga nr. 60/1998 enda fullnægi hann þeim kröfum sem settar eru í reglugerð þessari og reglugerðum sem tilgreindar eru í 3. gr.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 73. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, öðlast þegar gildi.

Viðaukar I-IV við reglugerð (ESB) 2015/340 skulu koma til framkvæmda 1. janúar 2017. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1044/2013 um skírteini flugumferðarstjóra og starfsleyfi þjálfunar­fyrirtækja.

Innanríkisráðuneytinu, 12. október 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.


B deild - Útgáfud.: 14. október 2016