Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 655/2016

Nr. 655/2016 13. júlí 2016

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi Helgafellshverfis, 2. og 3. áfanga, sem hér segir:

Uglugata 9-13.
Breyting á deiliskipulaginu fékk meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingar samkvæmt tillögunni eru þær að þrjár lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús í gildandi skipulagi breytast í parhúsalóðir. Byggingarreitir og ákvæði um húshæðir breytast ekki og nýtingarhlutfall verður óbreytt (0,45). Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 11. maí 2016.

Ástu-Sólliljugata 14-16 og Bergrúnargata 1-3.
Breyting á deiliskipulaginu fékk meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingar samkvæmt tillögunni eru þær að tvær einbýlishúsalóðir við Ástu-Sólliljugötu í gildandi skipulagi breytast í lóð fyrir fjögurra íbúða raðhús, og tvær einbýlishúsalóðir við Bergrúnargötu breytast í lóðir fyrir parhús. Byggingarreitir og ákvæði um húshæðir breytast ekki og nýtingarhlutfall verður óbreytt (0,45). Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 8. júní 2016.

 Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

 F.h. Mosfellsbæjar, 13. júlí 2016,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 14. júlí 2016