Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 833/2016

Nr. 833/2016 22. september 2016

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað „2 milljónum“ tvisvar í 1. tölul. kemur: 10 milljónum.
  2. Í stað „(EB) nr. 800/2008 frá 6. ágúst 2008“ í 1. tölul. kemur: (ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014.
  3. Í stað „(EB) nr. 800/2008“ í 2. og 3. tölul. kemur: (ESB) nr. 651/2014.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað „100.000.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 300.000.000 kr.
  2. Í stað „150.000.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 450.000.000 kr.
  3. Í stað „150.000.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 450.000.000 kr.

3. gr.

Á eftir 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er verður 9. gr. svohljóðandi og breytast númer annarra greina til samræmis við það:

Birting upplýsinga.

Ríkisskattstjóri skal birta á vefsvæði sínu upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís samkvæmt lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og skattfrádrátt nýsköpunarfyrirtækis ef fjárhæð skattfrádráttarins er yfir 60.000.000 kr. á ári. Upplýsingarnar skulu vera í samræmi við III. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 651/2014, um almenna hópundanþágu. Ríkisskattstjóri skal birta upplýsingarnar innan sex mánaða frá þeim degi þegar álagning opinberra gjalda er ákvörðuð og skulu upplýsingarnar vera tiltækar í a.m.k. 10 ár frá sama degi.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 16. gr. laga nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. september 2016.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Steinar Örn Steinarsson.


B deild - Útgáfud.: 6. október 2016