Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1401/2019

Nr. 1401/2019 11. desember 2019

GJALDSKRÁ
um byggingarleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld byggingarfulltrúa, framkvæmdaleyfisgjald og gjöld vegna skipulagsbreytinga í Seyðisfjarðarkaupstað.

1. gr.

Gjöld samkvæmt samþykkt þessari.

Lóðarhafar og framkvæmdaaðilar í Seyðisfjarðarkaupstað greiða til kaupstaðarins eftirtalin gjöld samkvæmt samþykkt þessari:

  1. Byggingarleyfisgjald.
  2. Afgreiðslu- og þjónustugjöld vegna mannvirkjamála.
  3. Framkvæmdaleyfisgjöld.
  4. Gjöld vegna vinnu eða breytinga á skipulagsáætlunum.

 

2. gr.

Byggingarleyfisgjald.

Innheimta skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir. Byggingarleyfisgjald er grunngjald, að viðbættu gjaldi pr. m³ byggingar.

Þó skal ekki innheimta byggingarleyfisgjald fyrir byggingar sem eru 10 m² eða minni, nema um viðbyggingar sé að ræða. Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er lögboðin meðferð byggingarleyfis­erinda, lóðarblöð, yfirferð teikninga, útmæling fyrir húsi og hæðakóta og reglubundið eftirlit, eftir því sem við á:

  Tegund byggingar/framkvæmdar Grunngjald kr. Gjald pr. m³ kr. Athugasemdir
A Íbúðarhúsnæði og aðrar byggingar á íbúðarlóðum í þéttbýli og í dreifbýli stærri en 10 m² 50.533 370  
B Byggingar á athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæðum 104.764 222  
C Byggingar á verslunar- og miðsvæðum 150.984 370 Rúmmetragjald pr. m³ upp að 1.000 m³
D Byggingar á svæðum fyrir opinberar stofnanir 150.984 370 Rúmmetragjald pr. m³ upp að 1.000 m³
E Byggingar á svæðum fyrir frístundahús 11.093 69  
F Byggingar á landbúnaðarsvæðum, aðrar en íbúðarhús og aðrar en hús til gistireksturs 11.093 69 Rúmmetragjald pr. m³ upp að 1.000 m³
G Byggingarleyfi vegna sólpalla, loftneta, girð­inga, minni háttar breytingar á húsnæði o.þ.h. 11.093    
H Gjald vegna leyfisskylds niðurrifs mannvirkja 23.171    
I Endurnýjun byggingarleyfis (óbreytt endurnýjun) 23.171    

 

3. gr.

Afgreiðslu- og þjónustugjöld vegna mannvirkjamála.

Gjalddagi afgreiðslu- og þjónustugjalda vegna mannvirkjamála miðast við útgáfu viðkomandi vottorða og ákveðst samhliða því að önnur þjónusta er veitt:

  Tegund þjónustu Gjald kr. Athugasemdir
1 Eftirlit, úttekt og skráning vegna lausa­fjármuna í óleyfi 30.000 Eftirlit, úttekt og skráning byggingarfulltrúa vegna geymslu lausafjármuna, sbr. 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012
1.1 Eftirlit, úttekt og skráning vegna lausa­fjármuna á athafna- og iðnaðarsvæðum 18.488  
1.2 Útgáfa stöðuleyfis 18.488 Eftirlit og úttekt byggingarfulltrúa sem leiðir af veitingu stöðuleyfis fyrir hjólhýsi, gáma o.þ.h.
2 Lóðarúthlutunargjald 46.466 Greiðist við úthlutun lóðar og er óendurkræft, þó úthlutun gangi til baka
3 Fokheldisvottorð 18.488  
4 Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt 27.732  
5 Lokavottorð og lokaúttekt 35.127 Krónur 35.127 fyrir hús á svæðum fyrir verslun og þjónustu, opinberar byggingar, iðnað og athafna­svæði. 50% lægra gjald fyrir aðrar byggingar
6 Afgreiðsla eignaskiptayfirlýsingar 27.732  
7 Vottorð vegna vínveitingaleyfa 18.488  
8 Endurskoðun aðaluppdrátta 18.488  
9 Stofnun lóða 46.466 Þegar hús er fokhelt
10 Aukaúttekt byggingarfulltrúa 18.466  
11 Úttekt vegna útleigu húsnæðis 28.101  
12 Skannaðar eða ljósritaðar teikningar. Stærri blöð en A4 986 Á einnig við teikningar sem sendar eru rafrænt
13 Önnur þjónusta byggingarfulltrúa 12.000 Tímagjald byggingarfulltrúa og/eða aðkeypt vinna, skv. reikningi

 

4. gr.

Framkvæmdaleyfisgjöld.

Innheimta skal framkvæmdaleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem framkvæmdaleyfi er gefið út fyrir. Gjaldið má ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins og eftirlitið, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.

Framkvæmdaleyfisgjald samkvæmt eftirfarandi töflu eru innheimt við útgáfu framkvæmda­leyfis. Gjalddagi eftirlitsgjalds er í kjölfar eftirlits:

  Tegund þjónustu Gjald kr. Athugasemdir
16 Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis    
16.1 Afgreiðslugjald 3.698  
16.2 Framkvæmdaleyfi – framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, viðmiðunargjald 123.252 Gjald er reiknað í hverju tilviki út frá áætluðu umfangi framkvæmdar. Gjald skal standa undir kostnaði við útgáfu leyfis og eftirliti með fram­kvæmd
16.3 Framkvæmdaleyfi – aðrar framkvæmdir, viðmiðunargjald 61.626 Gjald er áætlað í hverju tilviki út frá áætluðu umfangi framkvæmdar. Gjald skal standa undir kostnaði við útgáfu leyfis og eftirliti með fram­kvæmd
16.4 Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi 12.325 Tímagjald aðkeypt vinna, skv. reikningi bygg­ingar­fulltrúa og/eða aðkeypt vinna, skv. reikningi

 

5. gr.

Gjöld vegna breytinga á skipulagsáætlunum.

Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða gera breytingu á henni vegna leyfisskyldra framkvæmda getur sveitarstjórn innheimt gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna þeirrar fram­kvæmdar, samkvæmt eftirfarandi töflu. Gjaldið skal ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við skipulagsgerðina og kynningu og auglýsingu skipulagsáætlunar og eru einstakir gjaldaliðir því settir fram til viðmiðunar. Gjalddagi gjalda vegna skipulagsáætlana miðast við það þegar vinna fer fram og/eða kostnaður fellur til:

  Tegund þjónustu Gjald kr. Athugasemdir
13 Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga:    
13.1 Afgreiðslugjald 7.395  
13.2 Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga, viðmiðunargjald 166.390 Viðmiðunargjald
13.3 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 160.227  
13.4 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga  80.000  
14 Kostnaður vegna deiliskipulags:    
14.1 Afgreiðslugjald 7.395  
14.2 Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga   Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi
14.3 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 160.227  
14.4 Veruleg breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga   Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi
14.5 Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna verulegra breytinga, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga  80.000  
14.6 Óveruleg breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga   Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi
14.7 Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna óverulegra breytinga, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga  58.000  
14.8 Grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagsuppdrætti  36.976  
15 Kostnaður vegna grenndarkynningar:    
15.1 Grenndarkynning  36.976  

 

6. gr.

Ýmis ákvæði.

Öll gjöld samkvæmt samþykkt þessari breytast mánaðarlega í samræmi við breytingar á bygg­ingarvísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar út. Grunnvísitala miðast við nóvember 2019 sem er 146,3 stig.

Upphæð gjalda samkvæmt 2. og 3. gr. skal taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verk­efni og skal byggð á áætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður.

Öll gjöld samkvæmt samþykkt þessari eru ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði, tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign og eru aðfararhæf samkvæmt 10. tl. 1. mgr. laga um aðför nr. 90/1989. Framkvæmdaleyfisgjöld og gjöld vegna skipulagsvinnu njóta þó ekki lögveðsréttar. Séu gjöld ekki greidd á eindaga skulu reiknast dráttarvextir frá gjalddaga, skv. ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

Kostnaður lóðarhafa vegna lóðar sem er skilað eða þegar byggingarleyfi er afturkallað, vegna atriða er varða lóðarhafa, svo sem hönnunar- og rannsóknakostnaður á lóðinni er ekki endurgreiddur frá kaupstaðnum. Staða lóðarhafa fer þá eftir gildandi verklagsreglum vegna lóðaskila eða öðrum ákvörðunum bæjarstjórnar.

Sé lóð afturkölluð eða byggingarleyfi fellt úr gildi eftir að undirstöður eru fullgerðar, eða á síðari stigum byggingarframkvæmda, skal dómkveðja tvo matsmenn til að verðleggja þær fram­kvæmdir sem unnar hafa verið, enda hafi þær verið teknar út og viðurkenndar af byggingarfulltrúa. Kostnað vegna matsins greiða sveitarfélagið og lóðarhafi að jöfnu. Seyðisfjarðarkaupstaður skal leysa til sín lóðina með mannvirkjum á grundvelli mats hinna dómkvöddu matsmanna að frádreginni hlutdeild lóðarhafa í kostnaði vegna matsgerðarinnar.

 

7. gr.

Samþykkt og gildistaka.

Byggingarleyfisgjald og afgreiðslu- og þjónustugjöld vegna mannvirkjamála byggja á 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og vinnu við skipulagsáætlanir byggja á skipulagslögum nr. 123/2010, sbr. 20. gr. laganna, sbr. einnig 18. gr., sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna.

Samþykkt þessi öðlast gildi við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis, nr. 1318/2013.

 

Samþykkt af bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, 11. desember 2019.

 

Úlfar Trausti Þórðarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 21. febrúar 2020