Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 381/2023

Nr. 381/2023 30. mars 2023

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 1225/2022.

1. gr.

59. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Bæjarstjórn kýs í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir til að fara með tiltekin mál eftir sérstökum samþykktum sínum og því sem lög mæla fyrir um:

  1. Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:
    1. Bæjarráð. Kjósa skal fimm bæjarfulltrúa sem aðalmenn og jafnmarga til vara. Aðal- og vara­fulltrúar sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista og hinn kjörni bæjar­ráðsmaður verða sjálfkrafa varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann.

  2. Til tveggja ára. Á fyrsta fundi í júní að afloknum bæjarstjórnarkosningum og tveimur árum síðar kýs bæjarstjórn fulltrúa bæjarins í:
    1. Stjórn Sorpu bs. Einn aðalmaður og einn varamaður samkvæmt samþykktum byggða­samlags­ins.
    2. Stjórn Strætó bs. Einn aðalmaður og einn varamaður samkvæmt samþykktum byggða­samlags­ins.

  3. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum skulu eftir­taldar fastanefndir kosnar:
    1. Velferðarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
    2. Fræðslunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
    3. Íþrótta- og tómstundanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
    4. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
    5. Menningar- og lýðræðisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
    6. Skipulagsnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
    7. Umhverfisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
    8. Ungmennaráð. Níu aðalmenn og jafnmargir til vara tilnefndir af eldri deildum grunn­skólanna og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Ungmennaráð kýs sér sjálft for­mann og varaformann þess.
    9. Yfirkjörstjórn og kjörstjórnir. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara og á sama hátt þrír aðalmenn og jafnmargir til vara í kjörstjórnir fyrir hverja kjördeild í samræmi við ákvæði kosningalaga. Yfirkjörstjórn kýs sér sjálf formann og varaformann. Yfirkjörstjórn ákveður skipan formanns og varaformanns undirkjörstjórna.
    10. Öldungaráð. Sjö aðalmenn, þar af þrír sem tilnefndir eru af Félagi aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni (FaMos) og einn sem tilnefndur er af heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Jafn­margir varamenn eru kjörnir með sama hætti.
    11. Notendaráð þjónustusvæðis Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um málefni fatlaðs fólks. Fjórir aðalmenn, þar af tveir sem tilnefndir eru af Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands. Jafnmargir varamenn eru kjörnir með sama hætti. Tveir fulltrúar og jafnmargir til vara eru kjörnir af sveitarstjórn Kjósarhrepps og þar af einn og annar til vara sem tilnefndur er af Landssamtökunum Þroskahjálp og/eða Öryrkja­bandalagi Íslands.

  4. Til fjögurra ára.
    Fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð eða stjórnir eftir sérstökum samþykktum sínum og því sem lög mæla fyrir um:
    1. Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara í sameigin­lega almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins, þ.e. Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Kópa­vogs­bæjar, Seltjarnarnesbæjar, Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps sam­kvæmt samkomulagi sveitarfélaganna þar um og staðfestingu ráðu­neytisins.
    2. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994.
    3. Heilbrigðisnefnd Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar. Einn aðalmaður og einn til vara.
    4. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    5. Skólanefnd Borgarholtsskóla. Einn aðalmaður og einn varamaður skv. 5. gr. laga nr. 92/2008.
    6. Skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Tveir aðalmenn og tveir varamenn skv. 5. gr. laga nr. 92/2008.
    7. Stjórn skíðasvæðis höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs bs. Einn aðalmaður og einn varamaður.
    8. Stjórn SHS bs. Einn varamaður. Bæjarstjóri er alltaf aðalmaður.
    9. Stjórn SSH. Einn varamaður. Bæjarstjóri er alltaf aðalmaður.
    10. Svæðisskipulagsnefnd SSH. Tveir aðalmenn.
    11. Fulltrúaráð Eirar. Þrír aðalmenn og þrír varamenn.

  5. Til fimm ára. Á reglulegum fundi bæjarstjórnar:
    Umdæmisráð barnaverndar. Bæjarstjórn skipar þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara skv. 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með síðari breytingum í samræmi við samkomulag um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum. Í ráðið skal skipa einn félagsráðgjafa, einn sálfræðing og einn lögfræðing, sem jafnframt er formaður ráðsins. Ráðsmenn skulu í það minnsta hafa þriggja ára starfsreynslu í barnvernd. Ráðsmaður þarf ekki að eiga lögheimili í umdæmi við­komandi umdæmisráðs en ekki er heimilt að skipa ráðsmann sem starfar við barnaverndar­þjónustu í viðkomandi umdæmi.

  6. Verkefnabundnar nefndir.
    Bæjarstjórn getur skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar eða fyrr ef verki nefndarinnar er lokið. Bæjarstjórn getur afturkallað umboð slíkrar nefndar hvenær sem er.

 

2. gr.

Í samræmi við heimild í 65. gr. samþykktarinnar er lagður til nýr viðauki III við samþykktina um embættisafgreiðslur framkvæmdastjóra velferðarsviðs í stað núverandi viðauka III um sama efni. Þá bætist við nýr viðauki, viðauki IV, um fullnaðarafgreiðsluheimild barnaverndar Mosfellsbæjar.

Viðaukarnir eru birtir með samþykkt þessari.

 

3. gr.

Samþykkt þessi, sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur sett skv. 9. gr. og 18. gr. sveitar­stjórnar­laga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 30. mars 2023.

 

F. h. r.

Aðalsteinn Þorsteinsson.

Hafdís Gísladóttir.

 

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 18. apríl 2023