Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1379/2022

Nr. 1379/2022 22. nóvember 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 940/1999, um löggiltar iðngreinar.

1. gr.

Í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar falla brott eftirfarandi iðngreinar:

  1. Feldskurður.
  2. Glerslípun og speglagerð.
  3. Hattasaumur.
  4. Hljóðfærasmíði.
  5. Klæðskurður karla [sameinast klæðskurði].
  6. Leturgröftur.
  7. Myndskurður.
  8. Skósmíði [sameinast skósmíðaiðn].
  9. Skóviðgerð [sameinast skósmíðaiðn].
  10. Málmsteypa.
  11. Mótasmíði.
  12. Skipa- og bátasmíði [sameinast húsasmíði].
  13. Stálskipasmíði [sameinast stálsmíði].
  14. Stálvirkjasmíði [sameinast stálsmíði].
  15. Almenn ljósmyndun [sameinast ljósmyndun].
  16. Persónuljósmyndun [sameinast ljósmyndun].

 

2. gr.

Í staðinn fyrir „klæðskurður kvenna“ í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: klæðskurður.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í staðinn fyrir „iðnaðarráðherra“ í 1. mgr. kemur: ráðherra þeim sem fer með málefni iðnaðar.
  2. Í staðinn fyrir „menntamálaráðherra“ í 2. mgr. kemur: ráðherra þann er fer með mennta­mál.
  3. 3. mgr. breytist og verður svohljóðandi: Fallist ráðherra á að löggilda greinina breytir hann þessari reglugerð til samræmis. Ráðherra getur sett sérstakar reglur um veitingu starfs­réttinda í hinni nýju iðngrein.
  4. Við bætist 5. mgr. 2. gr. svohljóðandi: Við endurútgáfu sveinsbréfa og meistara­bréfa í löggiltri iðngrein sem breytt hefur verið um heiti á eða sem sameinuð hefur verið annarri löggiltri iðngrein skal notast við heiti iðngreinar­innar samkvæmt gildandi reglugerð.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 1. mgr. 8. gr. laga um handiðnað, nr. 42/1978, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2022.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ásdís Halla Bragadóttir.


B deild - Útgáfud.: 9. desember 2022