Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1244/2023

Nr. 1244/2023 14. nóvember 2023

REGLUGERÐ
um (20.) breytingu á reglugerð nr. 900/2018 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2470 um að koma á fót skrá Sambandsins yfir nýfæði í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2283 um nýfæði.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast 14 nýir töluliðir, 91.–104., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1381 frá 8. ágúst 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu galaktófásykru. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2023, frá 13. júní 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 7. september 2023, bls. 101.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2534 frá 21. desember 2022 um leyfi til að setja á markað betalaktóglóbúlín (ß-laktóglóbúlín) úr mjólk úr nautgripum sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 629.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2535 frá 21. desember 2022 um leyfi til að setja á markað frostþurrkuð mygli Antrodia camphorata í duftformi sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 635.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/4 frá 3. janúar 2023 um leyfi til að setja á markað sveppaduft með D2-vítamíni sem nýfæði og um breytingu á fram­kvæmd­ar­reglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2023, frá 22. september 2023. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 638.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/5 frá 3. janúar 2023 um leyfi til að setja á markað duft, fitusneytt að hluta til, úr Acheta domesticus (húskrybba) sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 644.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/6 frá 3. janúar 2023 um leyfi til að setja á markað ertu- og hrísgrjónaprótín, gerjað með mygli Lentinula edodes (tóka­sveppur), sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 651.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/7 frá 3. janúar 2023 um leyfi til að setja á markað laktó-N-tetraósa, sem er framleiddur með afleiddum stofnum Escherichia coli BL21(DE3), sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 656.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/52 frá 4. janúar 2023 um leyfi til að setja á markað 3-fúkósýllaktósa, sem er framleiddur með afleiddum stofni Escherichia coli BL21(DE3), sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 663.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/65 frá 6. janúar 2023 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 um að koma á fót skrá Sam­bands­ins yfir nýfæði, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/1648 um leyfi til að setja á markað xýló-fásykrur sem nýfæði, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1686 um leyfi fyrir rýmkun á notkun basísks mysuprótíneinangurs úr mjólk úr nautgripum sem nýfæði og framkvæmd­ar­reglugerð (ESB) 2021/96 um leyfi til að setja á markað 3''-síalýllaktósanatríumsalt sem nýfæði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefnd­ar­innar nr. 223/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 467.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/859 frá 25. apríl 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar nákvæmar skil­grein­ingar á nýfæðinu 2’-fúkósýllaktósa (örverufræðilegur uppruni) til að leyfa framleiðslu þess með notkun á afleiddum stofni Corynebacterium glutamicum ATCC 13032. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 670.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/931 frá 8. maí 2023 um breyt­ingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun hefðbundinna matvæla frá þriðja landi sem eru seyði úr kaffilaufum af Coffea arabica L. og/eða Coffea canephora Pierre ex A. Froehner. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2023, frá 22. september 2023. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 676.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/937 frá 10. maí 2023 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar færslu fosfataðs dísterkjufosfats sem er framleitt úr hveitisterkju á skrá Sambandsins yfir nýfæði. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 679.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/938 frá 10. maí 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu lífmassa úr gersveppnum Yarrowia lipolytica. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 683.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/943 frá 11. maí 2023 um leyfi til að setja á markað sellóbíósa sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 686.

 

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

 

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a – 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 14. nóvember 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


B deild - Útgáfud.: 23. nóvember 2023