Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 336/2015

Nr. 336/2015 10. apríl 2015
REGLUR
um breytingu á reglum um fjármögnunarhlutfall í erlendum gjaldmiðlum nr. 1032/2014.

1. gr.

Breyting.

Ákvæði 1. mgr. 24. gr. fellur niður og í stað þess kemur nýtt ákvæði 1. mgr. 24. gr. sem skal vera svohljóðandi:

24. gr.

Skýrsluskil.

Skýrslum um tiltæka og nauðsynlega stöðuga fjármögnun til grundvallar útreiknings fjármögnunarhlutfalls skv. 3. tl. 2. gr. reglna þessara, skal skilað til Seðlabankans eigi síðar en fimmtánda dag hvers mánaðar vegna móðurfélags en eigi síðar en tuttugasta dag hvers mánaðar vegna samstæðu viðskiptabanka. Ef skiladag ber upp á helgar- eða frídag skal skila næsta virka dag á eftir.

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, sbr. 29. og 37. gr. sömu laga, öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 10. apríl 2015.

Seðlabanki Íslands,

 

Arnór Sighvatsson
aðstoðarseðlabankastjóri.

Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 13. apríl 2015