Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1360/2023

Nr. 1360/2023 28. nóvember 2023

REGLUR
um sterka sannvottun viðskiptavina og almenna og örugga opna staðla vegna samskipta í greiðsluþjónustu.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um greiðsluþjónustuveitendur samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.

 

2. gr.

Sterk sannvottun og örugg samskipti.

Greiðsluþjónustuveitendur skulu fylgja ákvæðum framseldrar reglugerðar framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) 2018/389, í tengslum við sterka sannvottun viðskiptavina og örugg samskipti, sbr. c-lið 2. mgr. 65. gr., c-lið 2. mgr. 67. gr., 2. mgr. 69. gr., 4. mgr. 70. gr., 1. mgr. 72. gr., c-lið 1. mgr. 99. gr. og 101. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með vísan til 2. gr. öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/389 frá 27. nóvember 2017 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um sterka sannvottun viðskiptavina og almenna og örugga opna staðla vegna samskipta, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 159/2020 frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 66 frá 14. október 2021, bls. 66-87.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2360 frá 3. ágúst 2022 um breytingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) 2018/389 að því er varðar 90 daga undanþáguna fyrir aðgang að reikningum, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2023 frá 13. júní 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 118-121.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 114. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 1220/2021 um sterka sann­vottun viðskiptavina og almenna og örugga opna staðla vegna samskipta í greiðsluþjónustu.

 

Seðlabanka Íslands, 28. nóvember 2023.

 

  Ásgeir Jónsson Kristín Logadóttir
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 12. desember 2023