Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 394/2022

Nr. 394/2022 31. mars 2022

REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi gildir um skráningu og skil aflaupplýsinga íslenskra skipa jafnt innan sem utan íslensku fiskveiðilögsögunnar.

Öll skip er stunda veiðar í atvinnuskyni eða þörungaslátt skulu skila upplýsingum sem kveðið er á um í reglugerð þessari til vefþjónustu Fiskistofu með búnaði sem uppfyllir kröfur um vefþjónustu og hefur hlotið samþykki Fiskistofu. Fiskistofa veitir tæknilegar upplýsingar um hvernig skal tengjast vefþjónustu.

 

2. gr.

3. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Staðarákvörðun (breidd, lengd og dýpi).

 

3. gr.

3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

4. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skipstjóri skal senda upplýsingar samkvæmt 3. gr. til vefþjónustu Fiskistofu áður en skipi er lagt að bryggju í löndunarhöfn að lokinni veiðiferð.

Einnig er heimilt að skrá og skila aflaupplýsingum á formi sem finna má á vefsíðu Fiskistofu enda komi fram fullnægjandi aflaupplýsingar samkvæmt 3. gr. og skulu upplýsingar liggja fyrir og þeim skilað með rafrænni undirritun sbr. tímamark í 1. mgr., þ.e. áður en veiðiferð lýkur.

Fiskistofa getur, að teknu tilliti til aðstæðna, ákveðið að taka við aflaskráningum undirrituðum á pappír.

Heimilt er að taka þjónustugjald vegna kostnaðar sem fellur til hjá Fiskistofu vegna úrvinnslu aflaskráninga samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu.

 

5. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ef upp kemur bilun í hugbúnaði eða vefþjónustu Fiskistofu í veiðiferð skal skipstjóri tilkynna Fiski­stofu um bilunina svo fljótt sem auðið er. Jafnframt skal skipstjóri skrá eins nákvæmlega og unnt er áætlaðan afla á blað og undirrita áður en skipi er lagt að bryggju að lokinni veiðiferð.

Senda skal Fiskistofu aflaupplýsingar innan 2 klukkustunda frá komu skips til löndunarhafnar, á formi sem finna má á vefsíðu Fiskistofu.

 

6. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skylt er að veita eftirlitsmönnum Fiskistofu og starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands aðgang að aflaupplýsingum.

 

7. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

 

8. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um skráningu og skil aflaupplýsinga.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða, og 4. mgr. 9. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 31. mars 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 4. apríl 2022