Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1075/2018

Nr. 1075/2018 22. nóvember 2018

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 160/2012 um útdráttarleysa til notkunar við framleiðslu matvæla og innihaldsefna í matvælum.

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á II. hluta I. viðauka við reglugerðina:

Í stað línunnar fyrir „Dímetýleter“ kemur eftirfarandi:

Dímetýleter Tilreiðsla á fitusneyddum prótín­afurðum úr dýrum, þ.m.t. gelatíni (*) 0,009 mg/kg í fitusneyddum prótín­afurðum úr dýrum, þ.m.t. gelatín
Tilreiðsla á kollageni (**) og kollagen­afleiðum, að frátöldu gelatíni 3 mg/kg í kollageni og kollagen­afleiðum, að frátöldu gelatíni
(*) „Gelatín“: náttúrulegt, leysanlegt prótín, hvort sem það myndar hlaup eða ekki, sem fæst með vatnsrofi að hluta til á kollageni sem er framleitt úr beinum, húðum og skinnum og sinum dýra, í samræmi við viðeigandi kröfur í reglugerð (EB) nr. 853/2004.
(**) „Kollagen“: afurð, að stofni til úr prótíni, sem er unnin úr beinum, húðum, skinnum og sinum dýra og framleidd í samræmi við viðeigandi kröfur í reglugerð (EB) nr. 853/2004.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglu­gerðin er til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1855 um breytingu á til­skipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/32/EB um samræmingu laga aðildarríkjanna um útdráttar­leysa sem notaðir eru við framleiðslu matvæla og innihaldsefna í matvælum. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2017, frá 3. febrúar 2017. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 471.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2018