Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1063/2009

Nr. 1063/2009 22. desember 2009
GJALDSKRÁ
Orkuveitu Húsavíkur ehf. Hitaveita.

1. gr.

Gildissvið.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir veitusvæði Orkuveitu Húsavíkur ehf., skammstafað OH. Gjald­skráin tekur til afhendingar og sölu á heitu vatni, sbr. reglugerð fyrir OH, nr. 647/1995.

2. gr.

Hitaorkutaxtar.

Hitaorkutaxtar skiptast í tvo þætti, vatnsgjald og fast gjald.

Vatnsgjald (kr./m³) greiðist fyrir hvern rúmmetra vatns. Sé um nýtt hús að ræða hefst gjald­taka þegar húsið hefur verið tengt hitaveitu OH (við áhleypingu).

Fast gjald (kr./ár) felur í sér kostnað óháðan notkun, m.a. vegna álestra, útgáfu reikninga og mælinga á vatnsmagni.

Iðnfyrirtæki, þar sem heitt vatn er beinn þáttur í framleiðsluferlinu, geta sótt um að kaupa vatn á lægra gjaldskrárverði. Slíkt iðnaðarvatn er verðlagt á 25% af gjald­skrár­verði. Ekki er veittur afsláttur á vatni til húshitunar eða þrifa á tækjum og hús­næði.

Grunnverð fyrir sumarhús, fjárhús, hesthús og sambærileg hús er fast gjald og minnsta notkun á heitu vatni er 350 m³/ár.

3. gr.

Heimæðar.

Heimæðargjald skal greitt fyrir hverja heimæð sem tengir húsveitu við dreifikerfi OH. Heimæðargjald greiðist þegar umsókn hefur verið samþykkt hjá OH. Afstöðumynd er sýnir allar lagnir skal fylgja umsókn. Gjaldskrá miðast við að frágangur inntaksstaðar og lóðar hafi verið tekinn út og samþykktur af OH. Gjaldskrá miðast við að ídráttarrör fyrir heimæð hafi verið lagt á frostfríu 70 sm dýpi frá tengistað OH við lóðarmörk að inntaksstað mannvirkis og frágangur hafi verið tekinn út og samþykktur af OH. Vanti ídráttarrör eða að ídráttarrör reynist ónothæft greiðist aukagjald samkvæmt gjaldskrá. Rör sem lagt er að lóðarmörkum skal vera 110 mm. Til að unnt verði að ganga frá tengingu heimæðar skal skilja eftir holu við lóðarmörk.

Óski eigandi húsveitu eftir að heimæð sé lögð þegar frost er í jörðu, skal hann greiða aukagjald samkvæmt gjaldskránni.

Sé fyrirsjáanlegt, vegna fjarlægðar eða annarra aðstæðna, að kostnaður við lagningu heimæðar verði meira en 50% hærri en gildandi gjaldskrá segir til um, skal notandi greiða þann kostnað sem er umfram 50% samkvæmt nánari ákvörðun OH. Þetta ákvæði gildir einnig þegar heimæð er stækkuð.

Þegar heimæð er stækkuð skal greiða fullt heimæðargjald fyrir hina nýju heimæð að frádregnu hálfu gjaldi hinnar fyrri heimæðar, hvort tveggja miðað við gildandi gjaldskrá þegar breytingin fer fram. Heimilt er þó að lækka eða fella niður þetta gjald þegar sérstakar aðstæður mæla með því að mati OH.

Hámarksstærð heimæðar samkvæmt gjaldskrá er 40 mm. Óski notandi eftir stærri heimæð er gerður um það sérstakur samningur.

Við inntaksstað á heitu vatni skal vera niðurfall.

4. gr.

Ýmis ákvæði.

Reglubundinn álestur mælitækja vegna vatnsgjalds er innifalinn í föstu gjaldi, sbr. 2. gr. gjaldskrár. Að jafnaði er lesið á mælitæki einu sinni til tvisvar á ári. Óski notandi þess að oftar sé lesið á mælitæki er honum gerður sérstakur reikningur fyrir þann álestur, nema um sé að ræða álestur vegna flutnings.

Undirbúningur að stöðvun afhendingar á heitu vatni (hitaorku) vegna vanskila notanda, telst hafinn við sendingu tilkynningar þess efnis til notandans.

Komi til stöðvunar afhendingar á heitu vatni (hitaorku) vegna vanskila notanda skal hann greiða lokunargjald vegna kostnaðar við þá framkvæmd.

Gjalddagi og eindagi eru tilgreindir á reikningi.

Heimilt er að breyta gjaldskrá þessari til samræmis við lög og verðbreytingar, enda miðist gjaldskráin ætíð við að tekjur OH standi undir rekstri, aukningu veitukerfa og arði.

5. gr.

Gjöld.

Almenn notkun:

   
 

Vatnsgjald

 

93,86

 kr./m³

 

Fast gjald

 

13.646

 kr./ár

Heimæðar:

   
 

20-32 mm

 

200.431

 kr.

 

40 mm

 

278.376

 kr.

Álestur

 

1.134

 kr.

Lokun vegna vanskila

 

3.745

 kr.

Ídráttarrör vantar eða ónothæft

 

7.193

 kr.

Frostálag vegna heimlagnar

 

2.158

 kr.

Á gjöld þessi leggst virðisaukaskattur samkvæmt gildandi reglum á hverjum tíma.

6. gr.

Samþykki og staðfesting.

Gjaldskrá þessi staðfestist hér með, samkvæmt orkulögum nr. 58 29. apríl 1967, og lögum um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur, nr. 13 16. mars 2005, til þess að öðlast gildi 1. janúar 2010 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi eldri gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ehf., nr. 1199/2008.

Iðnaðarráðuneytinu, 22. desember 2009.

F. h. r.
Kristján Skarphéðinsson.

Guðjón Axel Guðjónsson.

B deild - Útgáfud.: 29. desember 2009